Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

106. fundur 07. desember 2018 kl. 17:30 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grænuborgarhverfi. Breyting á deiliskipulagi

1802059

Lögð fram að nýju, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgarhverfis, uppdrættir og greinargerð dags. 11.05.2018. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram athugasemdir sem bárust við tillöguna, 40 athugasemdir frá 49 aðilum, umsögn um athugsemdir, dags. 07.12.2018, ásamt breyttri tillögu að breytingu á deiliskipulagi, breytt 03.12.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsögn um athugasemdir samþykkt.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytta tillögu, dags. 03.12.2018, eftir auglýsingar- og kynningartíma með þeim breytingum sem gerðar hafa verið og eru m.a.:

Á svæðinu austan götunnar Grænuborgar var gert ráð fyrir einu eða tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum á hverri lóð innan sama byggingarreits samkvæmt hinni auglýstu tillögu. Sú breyting hefur verið gerð á þeim lóðum að byggingarreit fjölbýlishúsa á hverri lóð er skipt upp í tvo byggingarreiti. Því verða tvö fjölbýlishús á hverri lóð. Fjölbýlishúsin verða allt að fjórar hæðir í stað 5 og er hámarkshæð bygginga 13,5 m yfir gólfkóta jarðhæðar.

Skilmálar fyrir fjölbýlishús á tveimur hæðum (húsagerð E) breytast þannig að innan byggingarreits er val um hvort byggt verður raðhús á tveimur hæðum eða fjölbýlishús á tveimur hæðum.

Fjöldi íbúða innan hringleiðar (götunnar Grænuborgar) var í gildandi deiliskipulagi 160 en verður skv. hinni breyttu tillögu á deiliskipulagi 183. Fjöldi íbúða utan götunnar Grænuborgar er í gildandi deiliskipulagi 86 og verður óbreytt. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu var í gildandi deiliskipulagi 246 en verður skv. breytingu á deiliskipulagi 269. Hin auglýsta tillaga gerði áður ráð fyrir 487 íbúðum. Deiliskipulagið verður að öðru leyti óbreytt.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt tillaga og umsögn um athugasemdir verði samþykkt. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?