Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

53. fundur 25. nóvember 2013 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Viðar Guðbjörnsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd

1309019

Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til gerðar sjóvarnargarða skv. bréfi dags. 06.09.2013 og meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða sjóvarnir á þremur stöðum.
Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til gerðar sjóvarnargarða skv. bréfi dags. 06.09.2013 og meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða sjóvarnir á þremur stöðum:

1. Við Stóru-Vogaskóli og eiðið við Vogatjörn í Vogum, alls um 240 m.
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun um matskyldu dags. 11. nóvember 2013.
Skipulagsstofnun álítur að framkvæmdir að sunnaverðu samræmist ekki aðal- og deiliskipulagi og breyta þurfi skipulagi áður en veitt verði framkvæmdaleyfi á því svæði, skv. bréfi dags. 20. nóvember 2013.
Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, sbr. skýrslu um deiliskráningu gerðri í nóv. 2013 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni.
Vegagerðin hefur ákveðið að falla frá framkvæmdinni, skv. tölvupósti frá 25. október 2013.

Umsókn um framkvæmdaleyfi ekki tekin til afgreiðslu.

2. Við Stóra-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd, alls um 150 m.
Framkvæmdin samræmist aðalskipulagi.
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun um matskyldu dags. í 11. nóvember 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að veitt sé framkvæmdaleyfi með hliðsjóm af 1. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010, skv. bréfi dags. 20. nóvember 2013.
Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, sbr. skýrslu um deiliskráningu gerðri í nóv. 2013 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni.
Niðurstaða Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna fornleifa liggur fyrir, skv. bréfi dags. 21. nóvember 2013.

Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

3. Við Narfakot á Vatnsleysuströnd, alls um 140 m.
Framkvæmdin samræmist aðalskipulagi.
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun um matskyldu dags. í 11. nóvember 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að veitt sé framkvæmdaleyfi með hliðsjóm af 1. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010, skv. bréfi dags. 20. nóvember 2013.
Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, sbr. skýrslu um deiliskráningu gerðri í nóv. 2013 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni.
Niðurstaða Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna fornleifa liggur fyrir, skv. bréfi dags. 21. nóvember 2013.

Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

2.Umsókn um byggingarleyfi

1310012

Beiðni um að umsókn um byggingarleyfi fyrir kirkju að Minna- Knarrarnesi fari í grenndarkynningu í stað deiliskipulags.
Beiðni Birgis Þórarinssonar skv. bréfi dags. 5. nóvember 2013 um að umsókn um byggingarleyfi fyrir kirkju að Minna- Knarrarnesi fari í grenndarkynningu í stað deiliskipulags.

Kirkja fellur undir landnotkunarflokk S skv. skilgreiningu skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 gr. 6.2 og samræmist byggingin því ekki gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar landnotkun sem skilgreinir svæðið sem landnotkunarflokk L. Því er skilyrði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ekki fyrir hendi.
Skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins er fyrirhuguð bygging á landbúnaðarsvæði L1 og hverfisverndarsvæði H1 og einnig er svæðið skilgreint sem svæði á náttúruminjaskrá.
Í skilmálum hverfisverndar bls. 46 segir m.a. að ekki verði heimiluð þéttbýlismyndun við ströndina og takmörkuð verði heimild til nýbygginga nær sjó en u.þ.b. 200 m. Einnig segir að heimilt sé að byggja stakar byggingar á hverri bújörð innan hverfisverndarsvæðis þar sem aðstæður leyfa þó þær tengist ekki búrekstri. Slíkar byggingar skulu vera í tengslum við núverandi bæjarhlöð og nýta sömu afleggjara. Ekki er heimilt að byggja upp á hverfisverndarsvæði nema deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið.

Sbr. ofangreint getur umhverfis- og skipulagsnefnd því ekki orðið við beiðninni og ítrekar að vinna þurfi deiliskipulag til að unnt sé að veita byggingarleyfi.

3.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

1311026

Tillaga að heildarendurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 til kynningar og umsagnar.
Tillaga að heildarendurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 til kynningar og umsagnar. Skv. bréfi dags. 11.11.2013, skipulagsuppdrætti og endurskoðaðri umhverfisskýrslu, ásamt greinargerð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna.

4.Kerfisáætlun Landsnets

1311002

Landsnet kynnir matslýsingu Umhverfismats kerfisáætlunar fyrirtækisins og gefur sveitarfélaginu kost á að koma með athugasemdir og/eða ábendingar.
Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, dags. 31.október 2013 um Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023. Í tölvupóstinum kemur fram að unnið er í fyrsta sinn að umhverfismati á kerfisáætlun og aðilum gefinn kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar um áætlunina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við kerfisáætlunina.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?