1810030
Niðurstaða vegna bréfa sem send voru til eigenda lóða á frístundasvæðinu við Breiðagerðisvík, til könnunar á vilja til þess að sveitarfélagið hefði forgöngu um deiliskipulagsgerð svæðisins.
Haldinn var kynningarfundur 25. september sl. þar sem mættu eigendur og/eða fulltrúar 23 lóða á svæðnu, af 41 lóðum sem er á svæðinu. Bréfinu var svarað vegna 10 lóða, 6 lýstu vilja til að svæðið yrði deiliskipulagt í samræmi við gildandi aðalskipulag, 2 vildu að aðalskipulagi yrði breytt fyrir svæðið, 1 var á móti kostnaðarþátttöku, 1 tók ekki afstöðu.
Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Jónsvarar 1, 3, 5, 7 og 9.