Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

103. fundur 18. september 2018 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir umhverfismál sem síðasta mál á dagskrá.

1.Breiðagerði-frístundabyggð. Deiliskipulag

1802050

Tölvupóstur Péturs H. Jónssonar dags. 16.02.2016 þar sem óskað er eftir, fyrir hönd lóðareigenda Breiðagerðis nr. 21, 26, 27 og 31 á Vatnsleysuströnd, að tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar, dagsett febrúar 2018, verði tekin fyrir. Frestað mál frá 98. fundi.
Lagt fram; Bréf Péturs Hlöðverssonar vegna umsóknar um byggingarleyfi. Bréf sem hefur verið sent til eigenda vegna könnunar á vilja til skipulagsgerðar. Svar Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar um skipulag á svæðinu.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Tillaga að deiliskipulagi lóða Breiðagerðis nr. 21, 26, 27 og 31 er ekki samþykkt. Samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins, skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Álits var leitað hjá Skipulagsstofnun sem staðfesti að skipuleggja þarf svæðið í heild sinni. Vilji sveitarfélagsins stendur til að hafa forgöngu um slíkt og verður fundað með lóðareigendum nk. þriðjudag kl. 17.

2.Jónsvör 3. Fyrirspurn um viðbyggingu

1809025

Fyrirspurn Hafsteins Ólasonar f.h. Beitir-Fateignir ehf. dags. 07.09.2018 um viðbyggingu og ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar byggingarreits vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

3.Fjarskiptamál í dreibýli sveitarfélagsins

1701075

Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Vatnsleysuströnd. Um er að ræða plægingu ljósleiðarastrengja þar sem fylgt verður að mestu vegum og lagnaleiðum eldri strengja. Skv. uppdráttum Mílu að lagnaleiðum.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Framkvæmdaleyfi er samþykkt. Samræmist aðalskipulagi.

4.Deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli - Vestursvæði/Flugstöðvarsvæði

1809029

Ísavia ohf. sendir til umsagnar tillögu að deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli - vestursvæði / flugstöðvarsvæði og breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögurnar.

5.Umhverfismál

1508006

Umhverfisátakið hreinsum Ísland og flokkunartunna fyrir endurvinnanlegt sorp við hvert heimili.
Fulltrúar E-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og skipulagsnefnd færir því fólki og félagasamtökum sem tóku þátt í umhverfisátakinu hreinsum Ísland kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
D-listi og óháðir taka undir tillöguna. Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fulltrúar E-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
E-listinn fagnar því að nú skuli vera komin flokkunartunna fyrir endurvinnanlegt sorp við hvert heimili. Það hefur lengi verið baráttumál E-listans að auka möguleika til flokkunar og stuðla að aukinni vitundarvakningu um umhverfismál. Hér hefur verið stigið mikilvægt skref og vafalaust munu íbúar taka vel í þessa breytingu. Að því tilefni vilja fulltrúar E-listans leggja til við Umhverfis- og skipulagsnefnd að haldinn verði opinn hugarflugsfundur þar sem íbúum gefst tækifæri til að ræða endurvinnslumál og hvers konar möguleika til aukinnar umhverfisvitundar. Á fundinum verði velt upp hvaða tækifæri eru til frekari umhverfisverkefna í sveitarfélaginu.
D-listi og óháðir taka undir tillöguna. Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?