Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

99. fundur 15. maí 2018 kl. 17:45 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir málið: Keilisholt 1-3, umsókn um byggingarleyfi. Samþykkt er að málið verði tekið fyrir.

1.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á deiliskipulagi.

1711019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 13.02.2018. Í breytingunni felst að lóðum verði fjölgað, hámarksstærð og hámarkshæð húsa verði aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Athugasemdir og umfjöllun og svör nefndarinnar:

1. Hörður Sigurðson, Hvassahrauni 8. Tölvupóstur 06.04.2018 og bréf dags. 11.04.2018.
Ábending:
Lýsir yfir ánægju og samþykki með breytingarnar og telur þær gríðarlega mikilvægar.
Svar: Ekki er ástæða til sérstakrar umfjöllunar um ábendinguna.

2. Kristný Lára Rósinkarsdóttir, Hvassahrauni 2. Tölvupóstur 12.04.2018.
Ábending:
Lýsir yfir ánægju og samþykki með breytingarnar.
Svar: Ekki er ástæða til sérstakrar umfjöllunar um ábendinguna.

3. Róbert Kristjánsson og Arndís Einarsdóttir, Hvassahrauni 27. Tölvupóstur 01.05.2018.
Athugasemdir:
3.3 Starfsemi á lóðum. Gerum athugasemdir, að forsendur samnings okkar gerðum við Ás styrktarfélag, 2003, voru þær, að leigja land í frístundahúsabyggð,með tilheyrandi ró og næði,náttúrulífi og fleira. Þær forsendur bresta,með gististarfsemi flokki II, með umferð ferðamanna,sem margir hverjir virða ekki lóðarmörk, sér í lagi ef þau eru ekki sýnileg, og teljum við að okkur ætti að vera leyfilegt að afgirða lóð okkar,til að verja hana ágangi ferðamanna, og til áréttingar, þá er stór hluti lóðarinnar ekki ræktaður af okkar hálfu, þar verpa mófuglarnir, margir hverjir gera sér hreiður í litlar holur, sem engan veginn er gott að koma auga á.
Látum í ljós áhyggjur okkar og gerum athugasemdir við gististarfssemi í flokki II, byggjast athugasemdir okkar á að, með leyfi þessu er gert ráð fyrir að fleiri en tíu einstaklingar nýti þessa þjónustu, þá telst um gististað í flokki II í notkun allt árið. Þar sem fráveita skolps og úrgangs færi í rotþrær, og yrði um talsvert magn af menguðu skólpi út í jarðveginn um siturlögn, þrátt fyrir að fyllstu reglum um rotþró yrðu fylgt. Áhyggjur og athugasemdir okkar,varðar borholu á lóðinni okkar, sem er neysluvatnið okkar, og teljum við mikla möguleika á að með svo mikilli fjölgun fólks á svæðið, þá komi vatnið í borholunni til með að mengast og verða jafnvel óneysluhæft.
Svar: Tekið er undir athugasemdirnar og áhyggjurnar. Skv. skipulagsreglugerð gr. 6.2 er aðeins gert ráð fyrir nærþjónustu en ekki annarri atvinnustarfsemi í frístundabyggð. Heimagisting í flokki II er skilgreind sem atvinnustafsemi og er því ekki heimiluð í frístundabyggð. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er ekki sérstök heimild fyrir gistiþjónustu í frístundabyggðinni, sem þarf að vera fyrir hendi umfram það sem skilgreint er sem heimagisting. Af þessu leiðir að ekki er unnt að heimila gististarfsemi sem fellur undir atvinnustarfsemi á svæðinu.

4. Íris Guðmundsdóttir, Hvassahrauni 4, Tölvupóstur 02.05.2018 og bréf dags. 01.05.2018. Í nafni Tryggva R. Gunnarssonar, Hvassahrauni 1, Ólafs Sigurðssonar, Hvassahrauni 4, Jóns G. Guðmundssonar, Hvassahrauni 5, Jóns Hafnfjörðs Ævarssonar, Hvassahrauni 15.
Athugasemdir:
Niðurstöður andmælaréttar nokkurra íbúa í frístundabyggð Hvassahrauns
Tryggvi R Gunnarsson kt 201272-4329 lóð númer 1
Hefur ekki á móti stækkun húsa.
Á móti atvinnustarfsemi, segir okkar samningar eigi að standa sem Frístundabyggð.
Ólafur Sigurðsson 230761-5829 lóð númer 4
Á móti svo mikilli stækkun húsa fyrir atvinnustarfsemi,en ekki á móti hóflegri stækkun húsa til einkanota.
Á móti atvinnustarfsemi í byggðinni, þar sem náttúrufegurð, fornmynjar, fuglalíf og gróður, þá sérstaklega mosi, er viðkvæmt og ekki afturkræft ef skemmdir verða.
Jón G Guðmundsson kt 080749-4069 lóð númer 5
Á móti svo mikilli stækkun húsa fyrir atvinnustarfsemi,en ekki á móti hóflegri stækkun húsa til einkanota.
Á móti atvinnustarfsemi í byggðinni, þar sem náttúrufegurð, fornmynjar, fuglalíf og gróður, þá sérstaklega mosi, er viðkvæmt og ekki afturkræft ef skemmdir verða.
Jón Hafnfjörð Ævarsson kt 020367-3699 lóð númer 15
Á móti stækkun húsa fyrir atvinnustarfssemi.
Svar: Skv. skipulagsreglugerð gr. 6.2 er aðeins gert ráð fyrir nærþjónustu en ekki annarri atvinnustarfsemi í frístundabyggð. Heimagisting í flokki II er skilgreind sem atvinnustafsemi og er því ekki heimiluð í frístundabyggð. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er ekki sérstök heimild fyrir gistiþjónustu í frístundabyggðinni, sem þarf að vera fyrir hendi umfram það sem skilgreint er sem heimagisting. Af þessu leiðir að ekki er unnt að heimila gististarfsemi sem fellur undir atvinnustarfsemi á svæðinu. Tekið er undir athugasemdir um stækkun húsa og lagt verður til að hún verði minni.

5. Sveinn Guðmundsson, Juralis lögmanns- og ráðgjafarstofa. Tölvupóstur 02.05.2018 og bréf dags. 02.05.2018. Umbjóðendur: Þórður Benediktsson, Hvassahrauni 21, Arndís Einarsdóttir, Hvassahrauni 27, Íris Guðmundsdóttir og Ólafur Sigurðsson, Hvassahrauni 4, í eigin nafni og f.h. frístundahúsafélagsins Hvassahrauni.
Athugasemdir:
Í sögulegu samhengi má benda á þá staðreynd að umrætt svæði er frístundabyggð í landi Hvassahrauns, Vatnsleysuhreppi, Gullbringuhreppi hefur verið skipulagt í aðalskipulagi sem frístundabyggð sbr. leigusamningar þar um frá fyrri tíma.
Frístundabyggðin er hugsuð sem m.a. dvalarstaður einstaklinga og fjölskyldu til lengri eða skemmri tíma þar sem ró og friður á að ríkja.
Fyrirliggjandi breyting telja umbj. m. standist ekki lög og reglur. Á lóðarleigusamningum má sjá að aðalskipulagið skilgreini svæðið sem frístundahúsabyggð og lögum skv. getur deiliskipulag ekki farið gegn aðalskipulagi nema þá því aðeins að aðalskipulagið sé tekið upp með breytingum og það sem þarf að gera til þess að það nái fram áður en deiliskipulaginu verður breytt.
Með því að heimila breytingar á giststarfsemi í flokki I og II á svæðinu er í reynd verið að breyta svæðinu í blandaða byggð þ.e. atvinnu- og frístundahúsabyggð. Sú breyting er í hrópandi ósamræmi við þá mynd sem umbjóðendur mínir mega reikna með að sé á svæðinu þ.e. ómengaða frístundahúsabyggð án rekstrar eins og má lesa út úr þeirri tillögu sem nú liggur fyrir.
Því er mótmælt þeirri tillögu og á sama tíma eru gerðar athugasemdir um hina miklu stækkun á byggingarmagni á lóðum sem er ennfremur ekki i samræmi við fyrri skipan.
Áskilinn er réttur til að koma með frekari athugasemdir vegna kæru þessarar á síðari stigum.
Svar: Skv. skipulagsreglugerð gr. 6.2 er aðeins gert ráð fyrir nærþjónustu en ekki annarri atvinnustarfsemi í frístundabyggð. Heimagisting í flokki II er skilgreind sem atvinnustarfsemi og er því ekki heimiluð í frístundabyggð. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er ekki sérstök heimild fyrir gistiþjónustu í frístundabyggðinni, sem þarf að vera fyrir hendi umfram það sem skilgreint er sem heimagisting. Af þessu leiðir að ekki er unnt að heimila gististarfsemi sem fellur undir atvinnustarfsemi á svæðinu. Tekið er undir athugasemdir um stækkun húsa og lagt verður til að hún verði minni.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði samþykkt með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að ekki verði heimilað að reka gististarfsemi sem flokkast undir atvinnustarfsemi á svæðinu og að hámarks grunnflötur frístundahúsa verði 150 m2 og að heildarbrúttóflatarmál að hámarki 200 m2 og verkfærageymslu verði 20 m2. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Grænuborgarhverfi. Breyting á deiliskipulagi

1802059

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgarhverfis, uppdrættir og greinargerð dags. 11.05.2018. Í breytingunni felst m.a. að lóðum verði fjölgað, hámarksstærð og hámarkshæð húsa verði aukin.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
G. Kristinn Sveinsson víkur af fundi við afgreiðslu 3. máls.

3.Lyngdalur 1. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

1805019

Bréf G. Kristins Sveinssonar og Svanhidar Kristinsdóttur eigenda Lyngdals 1, dags. 09.05.2018. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits vegna fyrirhugaðrar stækkunar hússins.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

4.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Bréf frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja, dags. 31.01.2018. Þess er farið á leit við aðila sem eiga fulltrúa aí Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja að þeir veiti samþykki fyrir kynningu á lýsingu vegna breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja er snúa að afmörkun vatnsverndarsvæðis í Reykjanesbæ og nýs flugbrautarkerfis Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að lýsingin verði kynnt.

5.Stapavegur 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

1805016

Stofnfiskur sækir um framkvæmdaleyfi til borunar eftir sjó skv. umsókn dags. 03.05.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Framkvæmdin fellur undir flokk C í 1. viðauka laga nr. 106/2006 um mat á umhverfisáhrifum. Nefndin telur hana vera þess eðlis að hún skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi.

6.Aragerði 12. Umsókn um byggingarleyfi

1805001

Árni Kl. Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús skv. umsókn dags. 02.05.2018 og aðaluppdráttum Kristjáns G. Leifssonar. dags. 10.04.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Aragerðis 7, 9 og 14, Tjarnargötu 14 og Vogagerðis 15.

7.Keilisholt 1-3. Umsókn um byggingarleyfi.

1805022

Bak-Höfn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur fjölbýlishúsum skv. umsókn dags. 14.05.2018 og aðaluppdráttum Sveins Ívarssonar. dags. 10.05.2018.
Óskað er breytingar á deiliskipulagi, fjölgun íbúða úr 40 í 64 og fjöldi bílastæða verði 1,5 á íbúð.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?