Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

92. fundur 22. ágúst 2017 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðsvæði - Deiliskipulagsbreyting

1705015

Miðsvæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum

1510016

Íþróttasvæði. Tjaldsvæði og Aragerði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umsókn um lóð / deiliskipulagsbreyting, Jónsvör 1.

1703077

Hafnarsvæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aragerði 4 - deiliskipulag íbúðabyggðar

1605031

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir um tillöguna bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun, sem gera ekki athugasemdir, en Skipulagsstofnun er með nokkrar ábendingar. Fyrir liggur greinargerð höfundar deiliskipulagsins þar sem ábendingum Skipulagsstofnunar er svarað.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Iðnaðarsvæði við Vogabraut - Deiliskipulagsbreyting

1701032

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna sameiningar lóðanna 2, 2a og 4 í eina lóð, Heiðarholt 2. Dags. 22.08.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnda samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Iðndalur - Deiliskipulagsbreyting

1708025

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 22.08.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með þeim breytingum að nýtingarhlutfall breytist úr 0,4 í 0,5 og að lóðirnar Iðndalur 5 og 5A verði Stapavegur 5 og 5A. Samþykkt að tillagan með þessum breytingum verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Höfðaland. Fyrirspurn um skipulagsmál.

1708024

Höfðaland 1, 2, og 3. Þórunn B. Jónsdóttir hefur hug á að kanna með breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags svo mögulegt verði að nýta lóðirnar til íbúðabygginga.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Málið kynnt. Framhald málsins bíður frekari gagna.

8.Kirkjugerði 11. Umsókn um byggingarleyfi, bílskúr

1706024

Umsókn Svandísar Magnúsdóttur vegna stækkunar á bílskúr mhl. 02 skv. teikningum Þorgeirs Jónssonar dags. 15.07.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Kirkjugerðis 9, Tjarnargötu 24 og Heiðargerðis 12.

9.Iðndalur 11. Fyrirspurn um byggingarmál

1708002

Fyrirspurn Baldurs Ó. Svavarssonar Úti og Inni sf. Arkitektum um nýtingarhlutfall lóðar. Skv. tölvupósti dags. 21.07.2017 og tillöguteikningum af íbúðar- og þjónustuhúsnæði dags. 19.07.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Byggingarmagn fer yfir leyfilegt nýtingarhlutfall skv. gildandi deiliskipulagi. Ekki er fallist á túlkun um nýtingarhlutfall skv. erindinu. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið í 0,5 og breytingin verði tekin með í deiliskipulagsbreytingu Iðndals skv. 6. máli.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi á Heiðarlandi Vogajarða

1708021

HS Veitur hf. sækja um framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborun vegna staðarvals fyrir nýtt vatnsból Voga skv. umsókn dags. 16.08.2017 og minnisblaði ÍSOR dags. 17.07.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með fyrirvara um samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og þeim skilyrðum sem heilbrigðiseftirlitið kann að setja við framkvæmdina

11.Umhverfismál

1508006

Ákveðið er að halda vinnufund um umhverfismál.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?