1706013
Umhverfis og skipulagsnefnd fór í vettvangsferð um sveitarfélagið og skoðaði garða og fyrirtækjalóðir með tilliti til fyrirmyndar ræktunar og umhirðu.
Að vettvangsferð lokinni ákvað nefndin að veita tvenn verðlaun að þessu sinni.
Umsögn umhverfis og skipulagsnefndar er eftirfarandi:
Margrét Aðalsteinsdóttir og Pétur Einarsson Heiðargerði 4.
Vel ræktaður og snyrtilegur garður þar sem áhersla er lögð á nýtni og lífrænar varnir. Garðurinn ber þess merki að hlúð hafi verið að honum í áraraðir.
Regina Kasinskiene og Jónas Baldursson Hvammsgötu 6.
Skemmtilegur garður þar sem snyrtimennska og hugmyndaflugið ráða ferð.