Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
89. fundur
16. maí 2017 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Áshildur Linnetformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Friðrik V. Árnasonaðalmaður
Hólmgrímur Rósenbergssonaðalmaður
Gísli Stefánssonaðalmaður
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúiembættismaður
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Aragerði 4 - deiliskipulag íbúðabyggðar
1605031
Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Aragerði 4, dags. 12.05.2017. Lýsing deiliskipulagsáætlunarinnar hefur verið kynnt og óskað umsagna í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Miðsvæði - Deiliskipulagsbreyting
1705015
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeirri breytingu að húsgerð B geri ráð fyrir 6 íbúðum í hverju húsi, einbýlishúsalóðir við Lyngholt 1-7 verði breytt fyrir 3 parhús og Breiðuholti, lengjunni 12-18 í 3 parhús, ef mögulegt er. Lagt er til tillagan verði auglýst að því loknu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Stapavegur 7. Breyting á deiliskipulagi
1703021
Bréf Guðmundar F. Jónassonar dags. 09.05.2017 þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að láta vinna tillögu að breytingunni.
4.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum
1510016
Breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðis í tengslum við áform um uppbyggingu og rekstur svæðisins. Bæjarráð samþykkti 03.05.2017 að óska eftir því við umhverfis- og skipulagsnefnd að farið verði í endurskoðun á deiliskipulags tjaldsvæðis, á grundvelli hugmynda Ingu Rutar Hlöðversdóttur um uppbyggingu og rekstur á tjaldsvæði.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi skv. tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 12.05.2017, og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Umsókn um lóð, Jónsvör 1.
1703077
Bæjarráð samþykkti 26.04.2017 að vísa málinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd, þar sem fyrir liggur að breyta þarf deiliskipulagi lóðarinnar m.v. fyrirhugaða starfsemi.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 12.05.2017. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi skv. tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 12.05.2017 og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áshildur Linnet víkur sæti af fundi við umfjöllun 6. máls.
6.Uppbygging á Heiðarlandi Vogajarða
1703069
Erindi Pacta lögmanna dags. 21.03.2017 f.h. eigenda Heiðarlands Vogajarða, annarra en sveitarfélagsins, um skipulag, nýtingu og uppbyggingu á landinu. Bæjarráð óskar eftir áliti umhverfis- og skipulagsnefndar til málsins.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að erindið verði tekið til skoðunar við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Áshildur Linnet tekur aftur sæti á fundinum.
7.Æfingaflugvöllur á Reykjanesi
1401035
Fyrirspurn um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug. Tölvupóstur Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, þar sem formlega er óskað eftir skoðun bæjarráðs / -stjórnar á því að komið verði upp æfinga- og kennsluflugvelli í lögsögu sveitarfélagsins. Bæjarráð vísaði málinu til skoðunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Fyrir liggur bréf dags. 12.05.2017 frá nokkrum íbúum og landeigendum. Bréfið lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd finnst hugmyndin áhugaverð og telur að skoða ætti frekar hvort hægt sé að finna æfingarflugvelli stað einhverstaðar í landi Voga. Nefndin telur mikilvægt að komi slíkt til álita sé það í sátt við íbúa sem og aðra landnotendur. Að því tilefni bendir nefndin á tillögur um staðsetningu flugvallar frá svokallaðri Rögnunefnd.
8.Umhverfisvika 2017.
1705011
Umfjöllun um áætlun í umhirðu og fegrun bæjarins og umræða um hvernig unnið verður með umhverfisverðlaunin.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur bæjarbúa til þátttöku í umhverfisvikunni og mynnir á að nefndin mun í ár fara í árlega garðaskoðun sína í lok júní eða byrjun júlí og veita umhverfisverðlaun í kjölfarið.
Fulltrúar E-listans leggja til að meira verði gert úr unhverfisvikunni að ári og þess gætt við fjárhagsáætlanagerð næsta árs að fjármagn verði tryggt til verkefnisins.
9.Sjóvarnarskýrsla 2017
1704028
Tölvupóstur Vegagerðarinnar dags. 06.04.2017 þar sem kynnt er að á næstu mánuðum verður yfirlitsskýrsla um sjóvarnir sem síðast var gefin út árið 2011 endurskoðuð.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar og vísað til úrvinnslu bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
10.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025
1311026
Bréf Hafnarfjarðarbæjar dags. 15.02.2017 þar sem tilkynnt er um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.