Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
51. fundur
17. september 2013 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Viðar Guðbjörnssonformaður
Oddur Ragnar Þórðarsonvaraformaður
Þorvaldur Örn Árnasonaðalmaður
Fundargerð ritaði:Sigurður H. ValtýssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd
1309019
Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til gerðar sjóvarnargarða skv. bréfi dags. 06.09.2013 og meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða sjóvarnir á þremur stöðum.
Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til gerðar sjóvarnargarða skv. bréfi dags. 06.09.2013 og meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða sjóvarnir á þremur stöðum:
1. Við Stóru-Vogaskóli og eiðið við Vogatjörn í Vogum, alls um 240 m. Afgreiðsla: Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. 2. viðauka, lið 10 i), laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi er frestað þar til liggur fyrir niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu og umsagnir Umhverfisstofnunar og Minjaverndar.
2. Við Stóra-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd, alls um 150 m. Afgreiðsla: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. 2. viðauka, lið 10 i), laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Lagt er til að óskað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar í samræmi 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli aðalskipulags.
3. Við Narfakot á Vatnsleysuströnd, alls um 140 m. Afgreiðsla: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. 2. viðauka, lið 10 i), laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Lagt er til að óskað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar í samræmi 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli aðalskipulags.
2.Umhverfis- og ræktunarmál Sveitarfélagsins Voga
1307007
Umræður um umhirðu lóða og lausamuni á lóðum. Lögð fram til kynningar drög að bréfum skipulags- og byggingarfulltrúa sem stendur til að senda út til þeirra lóðarhafa sem við á varðandi þau mál.
Umræður um umhirðu lóða og lausamuni á lóðum. Lögð fram til kynningar drög að bréfum skipulags- og byggingarfulltrúa sem stendur til að senda út til þeirra lóðarhafa sem við á varðandi þau mál. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málin áfram.
3.Umsókn um stöðuleyfi.
1309022
Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar vegna umsóknar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fyrir stöðuleyfi fyrir þrjá gáma að Kálfatjörn.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar umhverfis- og skipulgasnefndar um umsókn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta gáma til 12 mánaða á svæði sem skipulagt er fyrir áhaldahús og jarðvegsskýli að Kálfatjörn, skv. umsókn dags. 12.09.2013 og afstöðuuppdrætti.
Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar: Ekki er gerð athugasemd við að veitt sé stöðuleyfi í samræmi við umsókn, enda verði gengið snyrtilega frá gámunum og þeir málaðir í mildum lit sem fellur að umhverfinu.
1. Við Stóru-Vogaskóli og eiðið við Vogatjörn í Vogum, alls um 240 m.
Afgreiðsla:
Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. 2. viðauka, lið 10 i), laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi er frestað þar til liggur fyrir niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu og umsagnir Umhverfisstofnunar og Minjaverndar.
2. Við Stóra-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd, alls um 150 m.
Afgreiðsla:
Umsóknin samræmist aðalskipulagi en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. 2. viðauka, lið 10 i), laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Lagt er til að óskað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar í samræmi 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli aðalskipulags.
3. Við Narfakot á Vatnsleysuströnd, alls um 140 m.
Afgreiðsla:
Umsóknin samræmist aðalskipulagi en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. 2. viðauka, lið 10 i), laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Lagt er til að óskað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar í samræmi 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli aðalskipulags.