Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

86. fundur 17. janúar 2017 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Kristinn Benediktsson varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aragerði 4 - deiliskipulag íbúðabyggðar

1605031

Óskað heimildar til deiliskipulagsgerðar.
Bréf Landslags ehf. teiknistofu, dags. 14.12.2016, f.h. Reykjaprents ehf. eiganda lóðarinnar Aragerði 4 í Vogum, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á lóðinni.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt er að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina.

2.Iðnaðarsvæði við Vogabraut - Deiliskipulagsbreyting

1701032

Breyting á deiliskipulagi, sameining lóða nr. 2, 2a og 4 við Heiðarholt í eina lóð.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt er að heimila vinnslu á breytingartillögu að deiliskipulagi.

3.Hafnargata 4. Umsókn um breytingu á nýtingu húsnæðis.

1612014

Bréf eiganda Hafnargötu 4, dags. 13.12.2008, mótt. 21.12.2016, ásamt meðfylgjandi tillöguuppdrætti. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu hússins úr fiskvinnslu í gistiheimili og/eða leiguíbúðir. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um lóðarfrágang.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er lóðin á iðnaðar- og atvinnusvæði og ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð. Viðræðum um lóðarfrágang er vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.

4.Kirkjugerði 10. Umsókn um byggingarleyfi

1701031

Endurnýjun umsóknar um byggingarleyfi bílgeymslu
Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 11.01.2017 um framlengingu á fyrra byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í byggingarnefnd 29.12.1994.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Tjarnargötu 20, Kirkjugerðis 12, Aragerðis 7, 9 og 11.

5.Umhverfismál

1508006

Rætt um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta.Nefndin óskar eftir við bæjarstjórn að skilgreint verði fjármagn og mannafli til að fylgja eftir úrbótum í umhverfismálum.

6.Árósarsamningurinn, um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum

1612010

Tölvupóstur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 14.12.2016 þar sem vakin er athygli á því að unnið er að undirbúningsskýrslu Íslands sem skilað verður á næsta ári.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?