Dagskrá
1.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd. Við Breiðagerðisvík og norðan Marargötu.
2.Heiðarholt 5. Umsókn um byggingarleyfi
3.Stöðuleyfi vinnuskúra við Heiðarholt.
5.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
6.Endurskoðun aðalskipulags.
7.Tillaga að landskipulagsstefnu
Fundi slitið - kl. 19:30.
1. Við Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd, alls um 200 m.
Framkvæmdin samræmist aðalskipulagi.
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun um matskyldu dags. 26.06.2016.
Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, sbr. skýrslu um deiliskráningu gerðri í apríl 2016 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni.
Niðurstaða Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna fornleifa liggur fyrir, skv. bréfi dags. 02.06.2016.
2. Norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.
Framkvæmdin samræmist aðal- og deiliskipulagi.
Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, skv. 6. gr. og lið 10.22 í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.