Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

50. fundur 13. ágúst 2013 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Viðar Guðbjörnsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður
  • Þorvaldur Örn Árnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Oddur Ragnar Þórðarson
Dagskrá
Aðrir fundarmenn mættu ekki né boðuðu forföll.

1.Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Voga 2013

1308002

Rætt verður um umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Voga á fjölskyldudaginn 17. ágúst.
Auglýst hefur verið eftir tillögum á heimasíðu sveitarfélagsins.
Liður er án gagna.
Rætt var um umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Voga sem veittar verða á fjölskyldudaginn 17. ágúst.
Auglýst var eftir ábendingum á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndarmenn skoðuðu sig um og fóru yfir tilnefningar undanfarinna ára.

Nefndin sammæltist um að garðar og næsta umhverfi eftirfarandi heimila væru til fyrirmyndar í sveitarfélaginu.

1.
Jónas Baldursson og Regina Kasinskiene -Hvammsgata 6.

Garðurinn sérstaklega snyrtilegur, Íbúar hafa næmt auga fyrir smáatriðum og eru hugmyndarík í hönnun. Umfram allt umhyggjan fyrir umhverfinu sem nær út fyrir þeirra eigin garð.

2.
Gísli Stefánsson og Guðný Ágústa Guðmundsdóttir -Heiðardal 6.

Mjög snyrtilegur og stílhreinn garður í nýlegu hverfi.

3.
Magnús Einarsson og Salvör Jóhannesdóttir -Brekkugötu 5

Stílhreinn og snyrtilegur garður sem hefur verið vel við haldið árum saman. Garður sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?