Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
79. fundur
19. apríl 2016 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Áshildur Linnetformaður
Friðrik V. Árnasonaðalmaður
Hólmgrímur Rósenbergssonaðalmaður
Gísli Stefánssonaðalmaður
Davíð Harðarsonvaramaður
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúiembættismaður
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Umhverfismál
1508006
Úrbætur vegna umhverfis- og byggingarmála.
Á fundinn undir dagskrárliðnum er mættur Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins sem gerði grein fyrir verkefnum sumarsins, umhirðu svæða, vinnuskóla og umhverfisviku sem verður 23. - 30. maí. Kom fram hjá honum að gróður utan lóðarmarka hefur ekki verið vandamál m.t.t. umferðaröryggis en huga þarf að nokkrum stöðum vegna gangandi vegfarenda. Ræddar leiðir um úrbætur á umhirðu og frágangi lóða og lausamuna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir að ítrekuð verði áskorun um úrbætur um umhirðu og frágang lóða og lausamuna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lagðar verði á dagsektir verði ekki brugðist við ítrekunarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf þess efnis til viðkomandi aðila eftir því sem við á.
2.Hvassahraun 20. Fyrirspurn um byggingarmál
1604007
Frávik frá deiliskipulagi vegna hæðar húss.
Hvassaharun 20. Fyrirspurn frá Þórði Benedikssyni dags. 06.04.2016 og fyrirspurnarteikningu Arnar Baldurssonar dags. 05.04.2016 um viðbyggingu við sumarhús. Frávik frá deiliskipulagsskilmálum er vegna hæðar húss, eða sem nemur 102 cm og 50 cm frá núverandi húsi.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin telur frávik þess eðlis að það krefjist breytingar á deiliskipulagi og málsmeðferðar í samræmi við það. Breyting á deiliskipulagi er á hendi eiganda lóða á skipulagssvæðinu, Ás Styrktarfélags.
3.Stapavegur 7. Fyrirspurn um stækkun lóðar.
1604003
Stapavegur 7. Fyrirspurn frá Guðmundi F. Jónassyni, dags. 05.04.2016 þar sem óskað er stækkunar lóðar. Um er að ræða stækkun til suðurs sem nær yfir hluta lóðar Iðndals 5 og 5a.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Stækkunin krefst breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin leggur til að fyrirspyrjandi kanni hug eigenda aðliggjandi lóðar að breytingu að deiliskipulagi áður en lengra er haldið.
4.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd. Við Breiðagerðisvík og Norðan Marargötu.
1604004
Áform um framkvæmdir kynnt.
Bréf Vegagerðarinnar dags. 23.03.2016 ásamt uppdráttum þar sem kynnt eru áform um framkvæmdir við sjóvarnir . Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum, við Breiðagerðisvík, um 200 m sjóvörn og norðan Marargötu, hækkun og styrking á um 180 m kafla.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Fyrirhugaðar sjóvarnir samræmast aðalskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag við Breiðagerðisvík, sjóvarnir norðan Marargötu samræmast deiliskipulagi svæðisins. Málsmeðferð framkvæmdaleyfis verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin samþykkir að ítrekuð verði áskorun um úrbætur um umhirðu og frágang lóða og lausamuna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lagðar verði á dagsektir verði ekki brugðist við ítrekunarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf þess efnis til viðkomandi aðila eftir því sem við á.