Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

76. fundur 19. janúar 2016 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
  • Ivan Kay Frandssen varamaður
  • Davíð Harðarson varamaður
  • Kristinn Björgvinsson varamaður
  • Kristinn Benediktsson varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi

1512051

Hvassahraun 130858, fastanr. 209-6137. Smárahótel ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir skiltum á lóðinni.
Hvassahraun 130858, fastanr. 209-6137. Smárahótel ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir skiltum á lóðinni fyrir Airport Smárahótel ehf. að Blikavöllum 2 Keflavíkurflugvelli skv. umsókn dags. 01.12.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Um er að ræða þegar gerða framkvæmd sem gerð hefur verið án byggingarleyfis.
Umsókninni er hafnað. Umsóknin samræmist ekki aðalskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Varðandi uppbyggingu sem viðruð er í umsókninni er á það bent að þau áform samræmast ekki gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Af því leiðir að þau áform þarfnast annarar umfjöllunar.

2.Umsókn um stöðuleyfi, Hvassahraun 12

1512054

Fyrir einum gám á lóðinni.
Hvassahraun 12. Hilmar Friðsteinsson sækir um stöðuleyfi fyrir einum gám á lóðinni skv. umsókn dags. 10.12.2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Stöðuleyfi er samþykkt frá 10.12.2015 til 10.12.2016. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá leyfinu.

3.Umhverfismál

1508006

Kynnt staðan eftir útsendingu bréfa um úrbætur vegna umhverfis- og byggingarmála.
Rædd viðbrögð vegna bréfa skipulags- og byggingarfulltrúa sem send voru út í nóvember sl. um áskorun um úrbætur vegna umhverfis- og byggingamála.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin samþykkir að ítreka áskorun um úrbætur áður en dagsektir verða lagðar á. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda bréf þess efnis til viðkomandi aðila sem ekki hafa brugðist við með fullnægjandi hætti eftir því sem við á.

4.Endurskoðu aðalskipulags.

1512082

Drög til kynningar að skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030.
Drög til kynningar að skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030, skv. bréfi frá Reykjanesbæ.dags. 16. desember 2015.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við drög skipulags- og matslýsingar.

5.Matslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu.

1601013

Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030.
Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030, skv. tölvupósti sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar dags. 8. janúar 2016.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.

6.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030

1508012

Tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 ásamt umhverfisskýrslu.
Tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 ásamt umhverfisskýrslu, skv. bréfi skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar dags. 11. janúar 2016.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

7.Samræmd afmörkun lóða.

1601015

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun.
Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun, skv. bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. janúar 2016.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin áréttar að öll mannvirki falli hér undir og skuli bera fasteignagjöld þ.m.t. raflínumöstur og tengd mannvirki. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við nálgun aðila eins og hún er sett fram í bréfinu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?