Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

73. fundur 13. október 2015 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður mætti ekki á fundinn og boðaði ekki varamann.

1.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Erindi Ísaga ehf. dags. 22.09.2015. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar. Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.

Á 195. fundi bæjarráðs var erindinu vísað til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins.

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Nefndin tekur jákvætt í erindið á þessu stigi en telur að nauðsynlegt sé að gera nákvæma útreikninga á hávaðamengun frá starfsseminni m.t.t. íbúðarbyggðarinnar í Vogum áður en gefin er umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og skipulagsþátt hennar.

2.Fjárhagsáætlun 2016. Umhverfis- og skipulagsmál

1510014

Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ræddar áherslur í umhverfis- og skipulagsmálum. Lagt er til aukið verði starfshlutfall skipulags- og byggingarfulltrúa, úr 20% í 40%. Einnig er lagt til að meira fé verði varið til gróðursetningar og fegrunar sveitarfélagsins. Gera þarf ráð fyrir fjármagni vegna breytinga á aðalskipulagi vegna nýs vatnsbóls sveitarfélagsins, uppbyggingu á iðnaðarsvæði við Vogabraut. Lagt er til að veitt verði fjármagn í hjóla- og göngustíga sem tengjast nágrannasveitarfélögunum.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?