Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

49. fundur 16. júlí 2013 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson varamaður
  • Kristinn Björgvinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á skipulagslögum nr. 123/2010

1301006

Kynnt breyting um þann tímafrest sem sveitarstjórn hefur til að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulags.
Kynnt breyting um þann tímafrest sem sveitarstjórn hefur til að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulags.

2.Skipulagsskilmálar varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

1304022

Bréf Skipulagsstofnunar ásamt afriti af bréfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins lagt fram til kynningar.
Bréf Skipulagsstofnunar ásamt afriti af bréfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins lagt fram til kynningar.

3.Alaskalúpína og skógarkerfill

1306026

Lagður fram bæklingur frá Náttúrufræðistofnun um Alaskalúpínu og skógarkerfil.
Lagður fram bæklingur frá Náttúrufræðistofnun um Alaskalúpínu og skógarkerfil.

4.Umhverfis- og ræktunarmál Sveitarfélgsins Voga

1307007

Rædd staða og stefna sveitarfélagsins í umhverfis og ræktunarmálum.
Ákveðið að kanna með að fá fulltrúa Skógræktarfélagsins Skógfells og forstöðumann umhverfis og eigna á fund nefndarinnar til að ræða stöðu og mynda stefnu sveitarfélagsins í umhverfis og ræktunarmálum.

5.Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

1305075

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ásamt verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats.
Bæjarráð vísaði til kynningar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ásamt verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats.
Engar athugasemdir eru gerðar við verkefnislýsinguna.

6.Endurskoðun úthlutunarskilmála lóða

1305025

Lagðir fram endurskoðaðir og uppfærðir úthlutunarskilmálar íbúðalóða til einstaklinga og úthlutunarskilmálar iðnaðarlóða.
Bæjarráð vísaði til umsagnar Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Lagðir fram endurskoðaðir og uppfærðir úthlutunarskilmálar íbúðalóða til einstaklinga og úthlutunarskilmálar iðnaðarlóða.
Engar athugasemdir eru gerðar við úthlutunarskilmálana.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?