Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
68. fundur
19. maí 2015 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Áshildur Linnetformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Sigurður Árni Leifssonaðalmaður
Gísli Stefánssonaðalmaður
Friðrik V. Árnasonaðalmaður
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúiembættismaður
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Umhverfisdagar 2015
1504006
Framhald umfjöllunar frá síðasta fundi
Kynnt bréf um umhverfisdaga sem verða dagana 26.-31. maí nk.
Lagt fram yfirlit um umhirðu og frágang lóða og mannvirkja sem tekið var saman fyrir umhverfisdaga 2014 og hefur verið uppfært m.v. stöðu mála í dag.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fylgt verði eftir kröfum um úrbætur eftir því sem við á í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Til að byrja með verði áhersla lögð á gáma án stöðuleyfis og óleyfisframkvæmdir. Nefndin mun vinna að viðmiðunareglum varðandi stöðuleyfi lausafjármuna sem stefnt er að liggi fyrir fljótlega.
2.Kerfisáætlun Landsnets
1311002
Frestað mál frá síðasta fundi
Kerfisáætlun 2015-2024. Viðbrögð við athugasemdum við matslýsingu. Dags. 26. febrúar 2015.
Lagt fram til kynningar.
3.Deiliskipulag fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd
1503011
Umfjöllun um lýsingu
Lýsing deiliskipulagsáætlunar fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd, skv. 2. málsgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Dags. 18. maí 2015.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna. Jafnframt að leitað verði umsagna um lýsinguna og hún kynnt í samræmi við 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram yfirlit um umhirðu og frágang lóða og mannvirkja sem tekið var saman fyrir umhverfisdaga 2014 og hefur verið uppfært m.v. stöðu mála í dag.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fylgt verði eftir kröfum um úrbætur eftir því sem við á í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Til að byrja með verði áhersla lögð á gáma án stöðuleyfis og óleyfisframkvæmdir.
Nefndin mun vinna að viðmiðunareglum varðandi stöðuleyfi lausafjármuna sem stefnt er að liggi fyrir fljótlega.