3. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn þriðjudaginn 26. mars kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Magnús
Hauksson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Davíð Helgason og Sigurður H. Valtýsson,
byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.
1. mál. Tillaga Landslags ehf. að deiliskipulagi fyrir reit við Heiðargerði, sem
afmarkast af Heiðargerði, Stapavegi, Hafnargötu og Tjarnargötu, dags. 25.02.2002.
Gert er ráð fyrir þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum á reitnum með samtals 28
íbúðum.
Tillagan er samþykkt og er henni vísað til hreppsnefndar til afgreiðslu.
2. mál. Fyrirspurn um breytingu frá samþykktu deiliskipulagi fyrir parhúsalóðirnar
Hvammsdalur 1 og 3, Vogum, skv. bréfi Bjarna Árnasonar, f.h. lóðarhafa, dags.
13.03.2002.
Spurt er: 1. Hvort gólfkóti fáist hækkaður um 20 sm.
2. Hvort bílgeymslur fái að vera sambyggðar á lóðarmörkum milli húsanna.
3. Hvort bílgeymslur fái að ganga 3 m út fyrir byggingareit, sem snýr að
götu.
Nefndin getur fallist á breytinguna og vísar erindinu til hreppsnefndar til afgreiðslu.
3. mál. Páll Harðarson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hólagötu 1B,
Vogum, skv. umsókn dags. 05.03.2002 og aðaluppdráttum H.S.Á. teiknistofu dags.
25.02.2002.
Óskað er eftir að gólfkóti hækki um 20 sm frá uppgefinni hæð skv. mæliblaði .
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Hæð húss rúmast innan
hámarksmænishæðar m.v. upphaflegan gólfkóta skv. skipulagsskilmálum. Áskilið er
samþykki eldvarnareftirlits.
4. mál. Páll Harðarson, f.h. Harðar Pálssonar, sækir um byggingarleyfi fyrir
einbýlishús að Hólagötu 1C, Vogum, skv. umsókn dags. 05.03.2002 og
aðaluppdráttum H.S.Á. teiknistofu dags. 25.02.2002.
Óskað er eftir að gólfkóti hækki um 10 sm frá uppgefinni hæð skv. mæliblaði.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Heildarhæð húss rúmast innan
hámarksmænishæðar m.v. upphaflegan gólfkóta skv. skipulagsskilmálum. Áskilið er
samþykki eldvarnareftirlits.
5. mál. Lúðvík Berg Bárðarson, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að
Akurgerði 8, skv. umsókn dags. 04.03.2002 og aðaluppdráttum Solark dags.
04.03.2002.
Um er að ræða frávik skv. tillögu að deiliskipulagi af svæðinu sem ekki hefur verið
staðfest. Frávik er að gólf íbúðar er stallað þannig að annarsvegar er gólfkóti
hækkaður um 30 sm og hinsvegar lækkaður um 40 sm frá því sem uppgefið er á
mæliblaði. Hæð húss fer 18 sm yfir hámarksmænishæð m.v. upphaflegan gólfkóta
skv. skipulagsskilmálum sé miðað við hæsta gólf íbúðar.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Akurgerðis 1, 1A, 3, 5, 6, 7, 9 og 10.
6. mál. Magnús H. Ólafsson, f.h. lóðarhafa, sækir um byggingarleyfi fyrir
einbýlishús að Akurgerði 11, skv. umsókn dags. 25.03.2002 og aðaluppdráttum
Markstofu dags. 04.03.2002.
Óskað er eftir leyfi fyrir frávikum skv. tillögu að deiliskipulagi af svæðinu sem ekki
hefur verið staðfest. Um er að ræða breytta mænisstefnu og sérbyggða bílgeymslu.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag skal fara fram grenndarkynnig í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en byggingarleyfið er afgreitt.
Nefndin getur ekki fallist á sérbyggða bílageymslu og skal ganga frá nýjum uppdrætti
skv. því áður en grenndarkynning fer fram.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Akurgerðis 9, 10, 12, 13 og 14, Vogagerðis
22, 24 og 26.
7. mál. Ólafur Bragason, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hvammsdal
7, Vogum, skv. umsókn dags. 18.03.2002 og aðaluppdráttum Teiknistofunnar Arkar
dags. 01.03.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
8. mál. Rakel Burana sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að Iðndal 1, Vogum,
skv. umsókn dags. 10.12.2001 og aðaluppdráttum Teiknistofunnar Artik dags.
10.10.2001. Um er að ræða breytingu húsnæðisins í gistiheimili ásamt að gera kvisti á
þak.
Frestað, vísað er til athugasemdablaðs byggingarfulltrúa
9. mál. Elín Óskarsdóttir og Pierre Alain Barichon, sækja um byggingarleyfi fyrir
einbýlishús að Marargötu 3, Vogum, skv. umsókn dags. 08.03.2002 og
aðaluppdráttum Teiknistofunnar Thak dags. 15.03.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
Áskilin er vottun byggingarinnar skv. 120. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
10. mál. Tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnar-, Hóla-,
Mýrar- og Marargötu, dags. 25.03.2002.
Breytingin felst í eftirfarandi:
a) Lóðarmörk Minni – Voga færast um 8 m til norðurs og stækkar lóðin sem því
nemur.
b) Hús við Marargötu 1, 2, 5 og 8 og hús við Mýrargötu 1 og 2 breytast úr húsgerð
B í húsgerð A.
Nefndin leggur til að bílastæðamerking við Minni–Voga verði tekin út af
uppdrættinum.
Ennfremur er lagt til að allar lóðir fyrir húsgerð B verði val fyrir húsgerðir A eða B.
Afgreiðslu breytingarinnar er vísað til hreppsnefndar til afgreiðslu.
Magnús Hauksson fór af fundi kl 19,00 og tók ekki þátt í afgreiðslu mála 7 – 10.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20 00.