13. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjudaginn 26. nóvember kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson, Gunnar Helgason og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar
fundargerð.
1. mál. Smári Baldursson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Akurgerði 11,
Vogum skv. umsókn dags. 26.11.2002 og aðaluppdráttum teiknistofunnar Kvarða
dags. 20.11.2002.
Fyrir liggur samþykki nágranna með áritun á uppdrátt í fylgiskjali.
Fyrirframsamþykki nágranna er tekið sem ígildi grenndarkynningar skv. 7. mgr. 43.
gr. laga nr. 73/1997.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
2. mál. Ágústa Guðmundsdóttir, f.h íbúðareigenda, sækir um samþykki fyrir
reyndarteikningum að Vogagerði 9, Vogum vegna eignaskiptayfirlýsingar, skv. umsókn dags.
26.11.2002 og aðaluppdráttum Verkfræðistofu Njarðvíkur dags. 25.11.2002.
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.
Gunnar Helgason víkur af fundi við afgreiðslu 3. máls.
3. mál. Guðbjörg Þóra Jakobsdóttir, f.h. Eignakaupa sækir um leyfi fyrir
auglýsingaskilti að Ægisgötu 43 skv. bréfi dags. 21.11.2002, mótteknu 26.11.2002.
Hafnað, skiltið hæfir ekki umhverfinu sbr. 72. grein byggingarreglugerðar nr.
441/1998. Húsið er í íbúðahverfi og á auglýsingaskiltinu er verið að auglýsa almenna
starfssemi sem fer fram annarsstaðar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18 45.