9. fundur ársins 2003 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn þriðjudaginn 28.10. kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson,
Hörður Harðarson og Gunnar Helgason, Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem
jafnframt ritar fundargerð.
1. mál Sverrir Ólafsson Sækir um byggingarleyfi fyrir hús samkvæmt teikningu
eftir Vífil Magnússon á lóðinni nr. 14. við Breiðagerði á Vatnsleysuströnd.
Umsókninni fylgir undirskrift nágranna, sem eru samþykkir teikningunni. Húsið
verður reist á sama stað og hús sem brann .
Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997. Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.
2. mál Guðrún Ragnarsdóttir sækir um að fá að byggja hús á 900 m 2 lóð nr. 30
við Vogagerði. sem hún er þinglýstur eigandi að.
Nefndin getur ekki tekið afstöðu til byggingarleyfis nema teikning fylgi með
umsókninni. Ekkert samþykkt deiliskipulag er í gildi fyrir þetta svæði verður því
teikning að húsi að fara í grenndarkynningu þegar hún verður lögð fram.
3. mál Vélsmiðjan Normi leggur fram teikningar og umsókn um stöðuleyfi til
tveggja ára fyrir skemmu sem hefur verið byggð á lóðinni Hraunholt 1. Vogum.
Nefndin felst á að fyrirtækið fái stöðuleyfi fyrir skemmunni í sex mánuði.
4. mál Eftir að stígur var gerður við Hafnargötu og að Stóru Vogaskóla virðist
brýnt að setja gangbraut á Hafnargötu og Vogagerði. Skipulags og
byggingarnefnd leggur til að gerðar verði gangbrautir yfir þessar götur. Nýjar
hraðahindranir við Suðurgötu merktar. Hraðahindrun verði sett á enda göngustíga.
5. mál Nefndarmenn hafa kynnt sér greinargerð frá landeigendum Suðurkots.
Nefndin harmar að bréf sem sent var Skipulags og byggingarnefnd 13. mars 2001
hafi ekki verið svarað.
6.mál Skipulags og Byggingarnefnd leggur til að að allir landeigendur í
Vatnsleysustrandarhreppi sem vilja hafa hönd í bagga með skipulagningu á
löndum sínum láti gera tillögur að deiliskipulagi (Skipulagsreglugerð 3.1.4) eins
og þeir helst vilja sjá nýtingu á landi sínu. Í framhaldi verði þessi lönd
deiliskipulögð í samráði við byggingaryfirvöld hreppsins og Skipulagsstofnun
ríkisins.
Nefndin felur skipulags og byggingarfulltrúa að koma þessum skilaboðum til
viðkomandi aðila.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20