Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 27. janúar 2004 kl. 18:00 Iðndal 2

1. fundur ársins 2004 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 27.01. kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson,

Hörður Harðarson og Gunnar Helgason, Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem

jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Rakel Burana sækir um leyfi fyrir húsvarðaríbúð á 2. hæð í húsinu nr. 1

við Iðndal.

Samþykkt. Samræmist samþykktri teikningu 27.06.2002.

2. mál Kæra: Eigendur Skólatúns 1 Vatnsleysuströnd hafa kært ákvörðun

byggingarnefndar og hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps, hvað varðar

umsókn dagsetta 22.05.03 um að fá að setja hlið á einkaveg sem heitir

Naustakotsvegur (í bókumVegagerðarinnar ) og var hafnað án röksemda að mati

eigenda Skólatúns 1.

Úrskurðarnefnd skipulags og bygingarmála óskar eftir því með bréfi dags.31.

október 2003 að byggingarnefnd lýsi viðhorfum sínum til kærunnar og láti

úrskurðarnefndinni í té þau gögn er verið gætu til upplýsinga við úrlausn málsins.

Naustakotsvegur liggur af Vatnsleysustrandar vegi að bæjunum Sunnuhlíð,

Skólatún II, Skólatúni og Naustakoti.

Í þeim skilningi er vegurinn að hluta til safnvegur.

Vegurinn liggur um hlað Sunnuhlíðar og Skólatúns að Naustakoti sem er lögbýli.

Þessvegna gildir ekki 50 metra reglan frá næstabæ nema síðasti spottinn að

Naustakoti. Vegurinn er þó ekki í umsjá Vegagerðar ríkisins.

3. mál Skipulags og byggingarnefnd barst ítrekun 14. 11. 2003 á svari við bréfi

frá Valdemar Valdemarssyni dagsett 01.07.03. Byggingarfulltrúi fékk afhent bréf

undirskrifað af Valdemar G. Valdemarssyni 1. 07. 2003, þar sem hann er beðinn

að finna samþykktir og burðarþolsmælingar fyrir safnþró við Skólatún 1 vegna

vegalagningar yfir hana. Byggingarfulltrúi svaraði erindinu munnlega og tjáði

viðkomandi að ekki væru til samþykktir eða burðarþolsmælingar á nefndri

safnþró.

Ítrekun barst 14. 11.2003 þar sem eigendur Skólatúns 1 óska eftir svari við bréfi

sem sagt er dagsett 01.06.03. og senda með afrit af áður sendu bréfi. Það afrit er

af öðru bréfi en Byggingarfulltrúi fékk 01.07.03. Afritið er stílað á

Byggingarnefnd Vatnsleysusrrandarhrepps og með öðrum texta þó erindið virðist

hið sama.

Byggingarfulltrúa er falið að svara skriflega þessum erindum.

4. mál Lóðarmál Brekkugata 1 og 2 minnisblað frá Þráni Haukssyni.

 

Komið hefur í ljós að lóðum nr. 1 (785 m 2 ) og 2 (846 m 2 ) við Brekkugötu hafði á

sínum tíma verið úthlutað samkvæmt þágildandi aðalskipulagi og lóðarblöðum,

en felldar niður í aðalskipulagi 1994.

Þráinn Hauksson arkitekt hjá Landslag ehf leggur til að hreppurinn leysi þessar

lóðir til baka og þær verði ekki byggðar þannig að markmiði um samfelld opin

strandsvæði verði náð.

Skipulags og byggingarnefnd leggur til að lóðirnar verði nýttar undir íbúðarhús

og skipulagi breytt til samræmis við það. Til þess að hægt sé að nýta lóðirnar

verður fiskhús að víkja.

5. mál Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sækir um gámaplan og vaktskúr

við Jónsvör samkvæmt teikningum eftir Verkfræðistofu Suðurnesja.

Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997.

6. mál Sveinn Finnur Helgason og Guðrún Ragnarsdóttir sækja um

byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Vogagerði 30 samkvæmt teikningu eftir

teiknistofuna Artik. Lóðin er þinglýst eign Gurðrúnar Ragnarsdóttur.

Deiliskipulag er ekki til samþykkt af svæðinu, meðfylgjandi umsókninni er

undirskrifað samþykki við teikningunni frá nágrönnum að Vogagerði 28,

Vogagerði 29 og Vogagerði 31,

Samþykkt. með fyrirvara um samþykkt eldvarnareftirlits og leiðrétta fjarlægð að

lóðarmörkum. Samræmist gildandi aðalskipulagi frá 1994

Hörður Harðarson sat hjá við afgreiðslu 2. máls, vegna ókunnugleika við málið.

Getum við bætt efni síðunnar?