Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 05. ágúst 2004 kl. 18:00 - 19:15 Iðndal 2

6. fundur ársins 2004 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 05.08. kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.

Viðstaddir: Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Davíð Helgason

og Gunnar Helgason, Kristján Baldursson Skipulags og byggingarfulltrúi, sem jafnframt

ritar fundargerð.

 

1. mál Tillaga að nýju deiliskipulagi frá Landslagi ehf dagsett 19. 07 2004 yfir

íbúðarlóðir við Akurgerði sem og stækkun Stóru-Vogaskóla. Svæði þetta hefur

áður verið auglýst og öðlast gildi, en var fellt úr gildi. Tillaga þessi nær aðeins til

þeirra lóða við Akurgerði sem eru þegar byggður að afstaðinni grenndarkynningu.

Íbúðirnar eru 18 en ekki 28 eins og stendur í texta á teikningu.

Tillagan er samþykkt af Skipulags og byggingarnefnd og henni vísað til

afgreiðslu hreppsnefndar.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 19.15

Getum við bætt efni síðunnar?