10. fundur ársins 2004 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn mánudaginn 8. nóvember kl. 17 30 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru: Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson,
Hörður Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem
jafnframt ritar fundargerð.
1.mál Byggingarleyfi viðbyggingar Stóru Vogaskóla.
Skipulagsstofnun fékk sérfræðiálit Siglingastofnunar vegna deiliskipulags
tillögu dags. 19.07.2004 við Akurgerði og Stóru-Vogaskóla.
Siglingastofnun gerir athugasemdir við tillöguna þar sem að viðbyggingin sé á
lágsvæði og leggur til að gólfkóti verði hækkaður úr 3,125 m í 4,2 m
Skipulagsstofnun vísar í sérfræðiálitið.
Vegna þessara aðstæðna og þess að deiliskipulag er ekki samþykkt,
afturkallar skipulags og byggingarnefnd byggingarleyfið sem samþykkt var í
nefndinni 4. október s.l.
Nú liggur fyrir tillaga eigenda byggingarinnar og arkitekts að hækka gólfkóta
Þannig að hann verði 3,5 m í stað 3,125 m. Fordæmi eru fyrir því að
nýlegar byggingar í Reykjavík hafi verið byggðar í gólfkóta 3,5 sbr. Sætún 1.
Deliskipulagstillögu verður breytt til samræmis og gólfkóti skólans verður
3,5 m og mænishæð 13,5, að auki verður land hækkað í kóta 4,5 m
sjávarmegin við skólann.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að breyta deiliskipulagstillögu í
þessa veru.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir jafnframt breyttar
byggingarnefndarteikningar með gólfkóta 3,5 m sem lagðar voru fyrir
fundinn.
Takmarkað byggingarleyfi, þ.e. til jarðvegsskipta fyrir framkæmdinni er
samþykkt, fullt byggingarleyfi með fyrirvara um að breytt
deiliskipulagstillaga fái endanlegt samþykki í Skipulagsstofnun.
2.mál Skýrsla um ástand umferðarmála og tillögur til úrbóta var lögð fram og kynnt
nefndarmönnum.
Fleira ekki rætt fundi slitið kl 19.00