Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 03. desember 2004 kl. 07:30 - 08:40 Iðndal 2

11. fundur ársins 2004 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn föstudaginn 3. des.kl. 7.30 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður

Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar

fundargerð.

 

1. mál Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi við Heiðargerði 1, 3 og 5 Þar sem

þriðju hæðinni hefur verið bætt ofan á að hluta. Þar sem grenndarkynning hefur

farið fram án athugasemda samþykkir nefndin breytinguna.

 

2. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf ,sækir um byggingarleyfi fyrir

þremur fjölbýlishúsum að Heiðargerði 1, 3, og 5 í Vogum, samkvæmt teikningum

eftir Steinar Sigurðsson dagsettar 26. nóv 2004

Byggingarleyfi samþykkt með fyrivara um samþykki eldvarnareftirlits.á nr. 1 og

3 en frestað fyrir nr. 5 þar sem ekki hefur verið sótt um leyfi til að fjarlægja

mannvirki á þeirri lóð.

3. mál Breyting á deiliskipulagi fyrir Iðndal og Stapaveg. Breytingin er

samþykkt.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 8.40

Getum við bætt efni síðunnar?