Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 08. apríl 2005 kl. 07:30 - 09:30 Iðndal 2

3. fundur ársins 2005 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn föstudaginn 8. apríl kl.7.30 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, og Kristján

Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Aðalskipulag

Frestur til að koma á framfæri athugasemdum við auglýsta tillögu um

breytingu á aðalskipulagi rann út 4. apríl s.l.

Bréf barst frá Margréti Jónsdóttur Fagradal 14. dags. 4. apríl.

Þar rekur hún ýmis mál í 9. liðum. Í fyrsta lið segist hún mótmæla tillögu á

breytingu aðalskipulags sem auglýst var undir fyrirsögninni “Leiðrétt

auglýsing” þann 25. febrúar. s.l. Einnig gerir hún athugasemdir við

deiliskipulagsbreytinguna. Samkvæmt bréfinu virðast athugasemdir

Margrétar falla meira undir deiliskipulagsbreytinguna.

Samkvæmt 2. lið segist Margrét ekki hafa séð nein gögn um deiliskipulagið

aðeins fengið upplýsingar frá byggingafulltrúa.

Deiliskipulagið hefur verið til sýnis eins og lög gera ráð fyrir og því ekki

hægt að taka tillit til þeirrar athugasemda.

Samkv. 3. lið vitnar Margrét í samþykktir frá árinu 1999

Á fundi Bygginga-og skipulagsnefndar þann 27. apríl 2000 var gerð

eftirfarandi bókun varðandi 6. mál lóðarmál við Fagradal 14. “Varðandi

stækkun lóðar er bygginganefnd hlynnt því að lóðin verði stækkuð um 5 m.

Til austurs og hefur þeirri breytingu verið komið að við breytingu á

aðalskipulagi sveitarfélagsins sem unnið er að.”

Lóðarmálið fékk ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í núverandi aðal-og

deiliskipulagsvinnu og var niðurstaðan sú að 143,3 m 2 var bætt við lóðina

samkvæmt lóðarblaði sem nú liggur fyrir. Heildarstærð lóðarstærð eftir

stækkun er því 955,3 m 2 með þessu er komið til móts við óskir eigenda

Fagradals 14 um stækkun lóðar og færðist þarafleiðandi göngustígur fjær

húsinu. Byggingarfulltrúa er falið að sjá um að gerður verði nýr

lóðarleigusamningur við eiganda að Fagradal 14.

Samkv. 4. lið mótmælir Margrét því að göngustígur sé svo nálægt húseign

hennar.

Samkvæmt eldra staðfestu aðalskipulagi er lega göngustígar við norðaustur

horn lóðarinnar. Því er ekki verið að breyta legu göngustígarins við

lóðarmörk Fagradals 14.

Samkv. 5. lið gerir Margrét athugasemdir við hávaðamengun og mengun frá

iðnaðarsvæði.

Þessar athugasemdir eru óviðkomandi aðal-og deiliskipulagsbreytingunni.

 

Samkv. 6. lið gerir Margrét athugasemdir við staðsetningu leiksvæðis.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi var þessi reitur frátekinn fyrir leiksvæði.

Liður 7 Lóðarmörk Iðndals 2 eru skýr og engin breyting gerð á þeim í

þessari skipulagsvinnu.

Aðrir liðir bréfsins falla ekki undir núverandi breytingu á aðal og

deiliskipulagi.

Aðrar skriflegar athugasemdir bárust ekki við auglýsta tillögu að breytingu á

Aðalskipulagi.

Skipulags og Byggingarnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna.

 

2. mál Deiliskipulag

Frestur til að gera athugasemdir við Deiliskipulag Miðdals Heiðardals og

Lyngdls og Leirdals. Rann út 6. apríl s.l.

Ekki barst önnur skrifleg athugasemd en bréfið frá Margréti Jónsdóttur

samanber bókun undir 1.mál.

Gert hefur verið samkomulag við eigendur Leirdals 18 um stækkun lóðar til

austurs um 3 m. auk tilfærslu á byggingarreit við Leirdal 20 þannig að 5 m

verði frá lóðarmörkum við nr. 18 að byggingarreit á nr. 20. Tilsvarandi

hliðrun verður á byggingarreitum nr. 22 og 24. Byggingarfulltrúa falið að

gera nýjan lóðarleigusamning við eigendur að Leirdal 18.

Skipulags og Byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna.

3.mál Stöðuleyfi fyrir hjólhýsi að Stóra Knarrarnesi. Og færsla

innkeyrslu af Vatnsleysustrandarvegi.

Elías Kristjánsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi 11 m langt og 3 m breitt

á gamla kirkjugrunninum í landi Stóra Knarrarness Austurbæjar. Og

breytingu á gamla veginum að kirkjugrunninum þannig að hann lendi í landi

Austurbæjar.

Stöðuleyfi og færsla vegar samþykkt.

 

4. mál Skógræktarfélagið Skógfell, sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

á ræktunarsvæði félagsins á Vatnsleysuströnd. Samkvæmt mynd af

staðsetningu og hnitum.

Stöðuleyfi samþykkt

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 9.30

Getum við bætt efni síðunnar?