Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 17. maí 2005 kl. 07:30 - 09:50 Iðndal 2

4. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 17. maí kl.7.30 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður

Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt

ritar fundargerð.

1. mál Deiliskipulag Akurgerði og Vogagerði

Deiliskipulagstillaga fyrir Akurgerði og Vogagerði lögð fram. Rætt var um

skipulagið og tillögunni hafnað. Lóðin fyrir þjónustuhús er illa nýtt og erfitt

með stækkunarmöguleika. Nefndin hefði viljað sjá þjónustuhús á rýmra

svæði. Auk þess þarf að breyta aðalskipulagi vegna þjónustusvæðis.

 

2. mál Umsókn um lóð í landi Suðurkots

Oktavía Ragnarsdóttir sækir um að fá samþykkta 1024 m 2 lóð í landi

Suðurkots við Steinsholt.

Málinu er frestað. Þar til Aðalskipulag og deiliskipulag er afgreitt af svæðinu

skv. 21 gr. Skipulags og byggingarlaga.

3.mál

Fasteignafélagið Bolafótur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á

lóðinni nr. 2 við Austurgötu.

Samþykkt samræmist lögum nr.73/1997

4. mál

Jón Ágúst Gunnlaugsson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóð nr. 5b

í Breiðagerði Vatnsleysuströnd.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997

5. mál

Lýður Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóðinni nr. 23

í Breiðagerði Vatnsleysuströnd.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997

6. mál

Ingi K. Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóðinni nr.

28. í Breiðagerði Vatnsleysuströnd.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/56.

Önnur mál

Gunnar Helgason leggur fram eftirfarandi bókun:

Vegna brota Norma hf við Hraunholt 1 á 43. gr. 4. kafla Skipulags og

byggingarlaga nr. 73/1997 með ólöglegri byggingu sinni, legg ég til að til

viðeigandi aðgerða verði gripið samkvæmt 56. gr. 6. kafla áðurnefndra laga

innan 3 mánaða.

 

Jón Guðmundsson Sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á lóð sinni nr. 4 í

Hvassahrauni.

Stöðuleyfi er samþykkt allt að einu ári.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 09.50

Getum við bætt efni síðunnar?