Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 21. júní 2005 kl. 20:00 - 23:30 Iðndal 2

6. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn þriðjudaginn 21. júní kl.20.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður

Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt

ritar fundargerð.

1. mál. Umferðarskýrsla Jóns Gröndal.

Nefndin leggur til að akstur á götum í Vogum verði miðaður við 30 km/kl

að undanskildri Hafnargötu, Iðndal og Stapavegi frá gatnamótum að

Ægisgötu, þar sem verði 50 km/kl. Stapavegur frá Ægisgötu yfir fyrir

Hvammsgötu verði 30 km/kl. Nefndin leggur til að komuð verði upp

hringtorgi við gatnamót Stapavegar og Hafnargötu.

 

2. mál. Mariusz Drzymkowski og Svavar Jóhannsson sækja um

byggingarleyfi fyrir parhús að Miðdal 11 og 13 samkvæmt

teikningum eftir Kristján Leifsson.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997. Fyrirvari um samþykki

eldvarnareftirlits.

3. mál.Trésmiðkja Snorra Hjaltasonar h.f. sækir um byggingarleyfi

fyrir einbýlishús að Heiðardal 2 samkv. Teikningum etir Andersen

og Sigurðsson og Steinar Sigurðsson.

Samþykkt samræmist lögum nr.73/1997. Fyrirvari um samþykki

eldvarnareftirlits.

4. mál. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar h.f. sækir um byggingarleyfi

fyrir raðhús að Heiðardal 1,3,5 eftir sömu arkitekta.

Samþykkt, samræmist lögum nr.73/1997. Fyrirvari um samþykki

eldvrnareftirlits.

5. mál. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar h.f. sækir um byggingarleyfi

fyrir raðhús að Miðdal 2,4,6,8, Eftir sömu arkitekta.

Hafnað, stenst ekki skipulagsskilmála.

 

6. mál. Birna Salómonsdóttir sækir um breytingu á húsi og nýja

bílageymslu á lóðinni nr. 5 við Hafnargötu samkvæmt teikningum

eftir Runólf Þ.Sigurðsson. Samþykki nágranna við breytinguna fylgir

með umsókninni.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997 Fyrirvari um samþykki

eldvarnareftirlits

7. mál. Theodór M Kjartansson gerir fyrirspurn um sumarbústað og

bátaskýli í Hvassahrauni

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

 

8. mál. Valtýr Guðjónsson sækir um að byggja sólstofu og sorpgeymslu við

Heiðargerði 18 samkvæmt teikningum eftir Sigurð H. Ólafsson.

Samþykkt samræmist lögum nr.73/1997

9. mál. Bréf frá Minjafélgi Vatnsleysustrandarhrepps um leyfi fyrir

flutningi Norðurkots að Kálfatjörn.

Erindinu er hafnað. Samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Menningar og

útivistarsvæði hefur ekki verið skilgreint á Kálfatjörn og ekki lóð fyrir þetta

hús. Nefndin átelur Minjafélag Vatsleysustrandarhrepps fyrir að hefja

framkvæmdir án tilskilinna leyfa.

10. mál Hörður Harðarson sækir um stöðuleyfi í 6 mánuði fyrir smáhýsi

á lóðinni Vogagerði 3

Samþykkt samræmist Byggingarreglugerð 441/1998 71.gr.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 23.30

Getum við bætt efni síðunnar?