8. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
haldinn þriðjudaginn 30. ágúst kl.20.00 að Iðndal 2, Vogum.
Þórður Guðmundsson formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður
Harðarson, Gunnar Helgason og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem jafnframt
ritar fundargerð.
1. mál Stefán Karl Magnússon og Sigrún B. Sverrisdóttir sækja um
byggingarleyfi að Miðdal 9 samkvæmt teikningum eftir Guðmund
Jónsson.
Sanþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits. Samræmist
lögum nr. 73/1997
2. mál Jón Óskarsson sækir um um byggingarleyfi fyrir Heiðardal 12
samkv. teikningum eftir VHÁ.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits samræmist
lögum nr. 73/1997
3. mál Umsókn um flutning á húsi á lóð nr. 1 Hvassahrauni samkvæmt
myndum af húsi. Málinu frestað þar sem gögn eru enn ófullnægjandi.
Byggingarfulltrúa falið að óska eftir viðbótargögnum.
4. mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir
raðhúsum við Heiðardal 7, 9, 11, og 13, Lyngdal 1,3,5,7,9,11,13 og
parhús nr.2, 4, 14 og 16 Lyngdal, einbýlishús nr. 20, 22, og 24 við
Leirdal.samkvæmt teikningum eftir arkitektana Andersen og Sigurðsson
og Steinar Sigurðsson.
Bent er á að eldvarnarhurð vanti milli geymslu og bílskúrs í parhúsum og
einbýlishúsum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist
lögum nr 73/1997
Önnur mál
1. mál Kemis ehf sækir um tilraunagróðurstöð að Stóra Knarrarnesi
nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til aðalskipulagsvinnu.
2.mál Grímur Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir Bílageymslu á lóð
sinni nr. 3 við Brekkugötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist
lögum nr,73/1997
Fundi slitið kl 22.00