Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 26. september 2005 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

9. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn mánudaginn 26. sept. kl.18.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson formaður, Baldur Grétarsson og Jóhann Bergmann,Vegagerð

ríkisins, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður Harðarson, Gunnar Helgason,

Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem

jafnframt ritar fundargerð.

Framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga Reykjanesbrautar

Baldur Grétarsson kynnti teikningar af framkvæmdum við 2. áfanga

Reykjanesbrautar og mislæg gatnamót við Vogaveg og Grindavíkurveg.

Um það bil 40 þúsund m 3 af efni verður keyrt í goflvöllinn við Kálfatjörn.

Lagt er til að umferð um Vatnsleysustrandarveg vegna efnisflutninga að

golfvelli verði bönnuð í júní og júlí á framkvæmdatíma. Nefndin leggur

til að bílastæðum verði fjölgað verulega við bæði gatnamót.

Vogavegur 421 verði breikkaður alveg niður að gatnamótum og

Vatnsleysustrandarvegur 420 verði lagfærður eftir þungaflutninga efnis á

golfvöllinn. Nefndin leggur til að Vegagerðin flýti gerð hjólreiðabrautar

frá Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar.

Nefndin gerir ekki aðrar athugasemdir við teikningarnar

Baldur, Jóhann og Jóhanna véku af fundi.

 

Önnur mál. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf sækir um

byggingarleyfi fyrir Heiðargerði 5 samkv. teikningum eftir Steinar

Sigurðsson

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997

Theodór M. Kjartansson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarbústað og

bátaskýli að Hvassahrauni 16

Samkvæmt teikningum eftir Vilhjálm Þorláksson og Kristinn Magnússon

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

Samræmist lögum nr. 73/1997 .

Oddgeir A. Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Lyngdal

10 samkvæmt teikningum eftir Ársæl Vignisson

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997

Halldór V. Jónsson sækir um bygggingarleyfi fyrir einbýlishús að

Lyngdal 6 samkvæmt teikningum eftir Ársæl Vignisson.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997

Þór Ingi Árdal sækir um byggingarleyfi fyrir bílageymslu á lóðinni

Hólagötu 2 Vogum samkvæmt teikningu eftir Sigurð H. Ólafsson.

 

Teikningar ekki fullgerðar. Byggingarfulltrúa falið að ganga eftir

fullgerðum teikningum, skráningartöflu og grenndarkynningu frá

Hólagötu 4.

Að öðru leyti tekur nefndin vel í erindið.

Finn Valdemarssonn Skólatúni 2 sækir um byggingarleyfi fyrir

einbýlishús að Lyngdal 8 samkvæmmt teikningum eftir TSÓ ehf.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

Samræmist lögum nr. 73/1997 .

Fundi slitið kl. 20.30

Getum við bætt efni síðunnar?