Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 28. desember 2005 kl. 09:00 - 13:30 Iðndal 2

12. fundur ársins 2005 í Skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps

haldinn miðvikudaginn 28.12 kl. 9.00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Hörður Harðarson,

Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri og Kristján Baldursson byggingarfulltrúi, sem

jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Kynning á drögum að deiliskipulagi á landi Kristjóns

Benediktssonar. Landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson og Ómar Ívarsson

mættu á fundinn og kynntu málið. Auk þess kynntu þeir áætlun um

endurskoðun aðalskipulagsvinnu.

2. mál Fasteign hf sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við

íþróttamiðstöðina í Vogum samkvæmt teikningum eftir Almennu

verkfræðistofuna á Akranesi.

Samþykkt samræmist lögum nr. 73/1997 slökkviliðsstjóri bendir á að vinna

þurfi nánar að útfærslu brunvarna.

3. mál Umsókn Jakobs Árnasonar um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á

Auðnatúni Vatnsleysuströnd. Stöðuleyfi til eins árs samþykkt. Samræmist 71

gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998

4. mál Kemis ehf sækir um breytingu á nýtingu á landi undir

tilraunagróðurstöð og nýta undir sumarbústaðaland 70 metra breiða spildu að

lóðamörkum við Breiðagerði. Málinu er frestað og byggingarfulltrúa falið að

afla frekari gagna.

5. mál Starfsmannabúðir Jarðvéla ehf við Grindavíkurveg.

Borist hefur umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir við

Grindavíkurveg skammt frá gatnamótum við Reykjanesbraut.

Búðirnar samanstanda af 17 stk. 20 feta gámum og munu þeir hýsa 22

starfsmenn. Tímabil búðanna verður í lengsta lagi frá 15. des. 2005 til 1. júní

2008. Svefngámar eru 11 talsins þeir eru hver 15 m 2 Í hverjum gámi er

svefnaðstaða fyrir tvo menn. Klósett og baðaðstaða er í einum gámanna og

eru þar tvö klósett tvær þvagskálar og tvær sturtur. Setustofa er í einum

gámnum auk skrifstofueiningar. Eldhúsaðstaða verður í fjórum samtengdum

gámum. Neysluvatn fæst úr árfarvegi við búðirnar en frárennsli verður leitt í

rotþró sem verður 3800 l. Búðirnar verða upphitaðar með

rafmagnshitatönkum. Vinnubúðirnar eru innan skilgreindra verkmarka

Vegagerðarinnar vegna framkvæmdarinnar Reykjanesbraut - Strandarheiði-

Njarðvík. Fyrirtækið hefur sótt um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits

Suðurnesja.

Byggingarfulltrúi hefur kannað aðstöðuna og komist að raun um að búðirnar

hafa þegar verið settar niður, plan undir þær fyllt upp, rotþró staðsett og

borað eftir vatni. Þar að auki eru gámarnir meira og minna ófrágengnir þök

hriplek og svefngámar minni en uppgefið i umsókn.

 

Byggingarnefnd átelur fyrirtækið Jarðvélar ehf fyrir að hafa ekki sótt um

stöðuleyfi áður en framkvæmdir hófust. Nefndin felur byggingarfulltrúa að

fylgjast með uppbyggingu búðanna og varsla vinnueftirlit heilbrigðiseftirlit

og eldvarnareftirlit um framkvæmdir. Stöðuleyfi fyrir vinnubúðirnar verður

ekki gefið út fyrr en að uppfylltum skilyrðum þessara aðila. Samkvæmt 55.

gr. Byggingarreglugrerðar er notkun húsnæðisins óheimil þar til skilyrðum

um burðarþol, hollustuhætti og brunaöryggi sé fullnægt.

 

6. mál Bráðabirgðaskýli á lóðinni Hraunholt 1 Vogum.

Byggingarfulltrúi leitaði til Skipulagsstofnunar vegna bráðbirgðaskýlis á

lóðinni Hraunholt 1 í Vogum. Fundur var haldinn um málið 29.11. 2005 þar

sem skipulagsstjóri Stefán Thors og Sigurður Thoroddsen fóru yfir málið

með byggingarfulltrúa.

Umsögn Skipulagsstofnunar:

Almennt um skipulag iðnaðarsvæða er það að segja, að erfitt er að skilgreina

þarfirnar nákvæmlega fyrirfram, þar sem þær eru ólíkar og mismunandi og

hefur að þeim sökum þótt rétt að gera ráð fyrir tilteknum sveigjanleika.

Skipulagsstofnun tekur undir það sjónarmið sveitarstjórnar að miklu máli

skipti að öryggi starfsmanna og annarra sé tryggt, enda er það tekið fram í 1

gr. markmiðskafla skipulags og byggingarlaga nr, 73/1997.

Skipulagsstofnun telur að hér sé um að ræða Yfirbyggða og breytilega

vinnuaðstöðu /vinnupalla í tenglsum við hina sérstöku starfsemi sem fram fer

á lóðinni. Í gr. 71.2 í byggingarrglugerð nr 441/1998 eru efnisleg ákvæði um

að byggingarnefnd geti í sérstökum tilfellum, svo sem vegna tiltekinnar

þjónustu, veitt tímabundið stöðuleyfi allt að eitt ár í senn.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar

Með tilliti til aðstæðna telur Skipulagsstofnun að til greina komi að

sveitarstjórn veiti eignarhaldsféalginu Norma stöðuleyfi fyrir

bráðbirgðaskýlinu að teknu tilliti til gildandi krafna um öryggis og

heilbrigðismál. Stöðuleyfið yrði til eins árs í senn sbr. 71. gr.

byggingarreglugerðar nr. 441/1998 með þeim fyrirvörum að áður hafi borist

jákvæðar umsagnir frá Vinnueftirlit ríkisins eldvarnareftirliti og fullnægjandi

útreikningar frá burðarþolshönnuði.

Að fengnum þessum niðurstöðum Skipulagsstofnunar ritaði byggingarfulltrúi

fyrirtækinu bréf þar sem hann óskaði eftir umsögn Vinnueftirlits,

eldvarnareftirlits og gögnum frá burðarþolshönnuði. Að fengnum þessum

gögnum myndi Skipulags og byggingarnefnd meta hvort veitt verði

stöðuleyfi eitt ár í senn.

Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra eftir skoðunarferð til Norma 16. des.

s.l ásamt fulltrúa Vinnueftirlits og byggingarfulltrúa.

Slökkviliðsstjóri telur að um sé að ræða skoðunarskilt mannvirki sem ber að

uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

Mannvirkið hefur verið reist og starfsemi hafin að frumkvæði eigenda og

rekstraraðila án að komu og umsagnar eftirlitsaðila. Slökkviliðsstjóri bendir á

 

gr. 55. 1 byggingarreglugerðar um að starfemi í byggingunni sé ólögleg. Þar

sem brunavörnum, burðarþoli og öryggi starfsmanna almennt sé ábótavant.

Bókun er varðar byggingu að Hraunholti 1 Vogum er kölluð er í

plöggum “bráðabirgðaskýli”

Bráðabirgðar skýlið sem reist hefur verið að Hraunholti 1 lóð Norma ehf er

bygging sem fellur ekki undir byggingarreglugerð og er er skilgreind af

skipulagsstofnun sem hús eða bygging reist til bráðabirgða, svo sem

yfirbyggðir stillansar, steypustöðar reistar fyrir tímabundin verk eins og

vélaskemmur vinnubúðir og önnur bráðbirgða mannvirki sem ekki eiga að

setja varnalegansvip á umhvefið.

Fellur því aðeis undir skipulagslög og skal skilgreinast sem slík mannvirki á

skipulagsuppdrætti viðkomandi svæðis.

Þar sem þessum kröfum hefur verið fullnægt á skipulagi lóðar Norma við

Hraunholt 1 og samþykkt hefur verið af skipulagsyfirvöldum hreppsins,

telur undirritaður ekki þörf á frekari umfjöllun um málið og leggur til að það

verði tekið af dagskrá skipulags og byggingarnefndar. Í ljósi þessa máls,

skyldi hafa í huga í framtíðinni að í upphafi skal endirinn skoðaður svo halda

megi utan um lík mál sem þetta.

Þórður Kr. Guðmundsson formaður skipulags og byggingarnefndar.

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi sérbókun:

Legg til að stöðuleyfi verði veitt til eins árs fyrir bráðabirgðar skýli á lóðinni

Hraunholti 1. Jafnframt er bent á að samkvæmt 55. gr. Byggingarreglugerðar

nr. 441/1998 er óheimilt að hefja í því starfsemi nema að ákvæðum varðandi

burðarþol, hollustuhætti og brunaöryggi sé fullnægt.

Þar sem Gísli og Jón Ingi taka undir bókun Harðar, samþykkir meirihluti

nefndarinnar stöðuleyfi til eins árs fyrir bráðbirgðaskýli að Hraunholti 1.

Önnur mál

Þór Karlsson og Katrín S. Jónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir

einbýlishús að Heiðardal 8, samkvæmt teikningum eftir Kristján Leifsson.

Samþykkt samræmist lögum nr.73/1997

 

Fundi slitið kl. 13.30

Getum við bætt efni síðunnar?