6. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga
haldinn þriðjudaginn, 02. maí kl. 8.30 að Iðndal 2, Vogum.
Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Gunnar
Helgason, Jón Ingi Baldvinsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem
jafnframt ritar fundargerð.
1. mál Nýtt deiliskipulag í Grænuborgarhverfi.
Nýtt deiliskipurlag samþykkt. Taka skal fram að land hallar til vesturs en ekki til
austurs eins og hönnunar gögn sýna. Athuga skal með að hitaveitulögn skal færð
út fyrir lóðarmörk. Byggingarnefnd setur spurningarmerki um nýtingarhlufall
lóðar.
2. mál Breyting á aðalskipulagi
Breyting á aðalskipulagi samþykkt.
3. mál Eigendur Hvammsdalar 14 sækja um 1.8m háa girðingu við suður og
austur hlið hús og stækka lóð austan megin um 1.5m út til austurs frá
lóðarmörkum eða um 45 m 2 eins og meðfylgjandi teikning sýnir.
Girðing samþykkt en ekki stækkun á lóð.
4. mál Önnur mál.
Eigendur af Heiðargerði 1. fara fram á að það sé gerð lokaúttekt og athuga með
aðrar úttektir. Lokaúttekt hefur aldrei farið fram. Byggingarfulltrúa falið að annast
málið.
Gunnar Helgason sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Breiðagerði 3.
Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs, Gunnar vék
af fundi við afgreiðslu málsins.
Stefán Karl Magnússon sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Miðdalur 9
Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.
Fleira ekki rætt fundi slitið kl 9.20