Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 30. maí 2006 kl. 18:00 - 21:00 Iðndal 2

7. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

haldinn þriðjudaginn, 30. maí kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Þórður Guðmundsson, formaður, Hörður Harðarson, Gísli Stefánsson, Gunnar

Helgason, Jón Ingi Baldvinsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem

jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Mótmæli við nýtt deiliskipulag í Grænuborgarhverfi.

Frestað, byggingarnefnd óskar eftir að hitta fulltrúa þeirra sem skrifuðu undir

mótmælalistann til að lenda málinu.

2. mál Mótmæli við fyrirhugaðar framkvæmdir á Aragerði 2-4

Umsók um byggingarleyfi við Aragerði 2-4 frestað.

Byggingarfulltrúa falið að kynna lóðarhafa úrskurðinn.

3. mál Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar að Heiðargerði 29a og

29b byggingarleyfisumsókn samþykkt, grendarkynning hefur farið fram.

4. mál Orkulagnir sækja um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr og geymslugáma

að Heiðargerði 27-27b

Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.

5. mál Önnur mál.

Hjalti Guðmundsson ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að

Hafnargötu 17.

Samþykkt á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins árs.

Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson sækir um leyfi til að stunda iðn sína sem

Pípulagningameistari á svæði byggingarnefndar.

Samþykktur ef hægt er að sýna fram á viðkenningu.

Vilhjálmur Erlendsson að Heiðargerði 13 sækir um breytingu á bílskúrsþaki.

Breytingartillaga samþykkt.

Selhöfði sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Jónsvör 7.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum

nr.73/1997.

Ólafur T. Gíslason sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Lyngdal 12.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum

nr.73/1997. Samræmi skal vera á milli afstöðumyndar og grunnmyndar.

Þór Karlsson sækir um að breyta iðnaðarhúsnæði við Iðndal 10 í veitingarstað.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits.

 

Siglingastofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnargörðum

að Minna-Knarrarnes, Stóra-Knarrarnes, Brunnastaðahverfi, Halakot, Naustakot,

og N-Brunnastaðir.

Samþykkt.

Athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi við Akurgerði og Vogagerði.

Vegna brunns frá 1928 og álagahóll.

Ekki stendur til að hrófla við brunninum. Byggingarnefnd mælir með því að

kallaður verður til álfasérfræðingur.

 

Fleira ekki rætt fundi slitið kl 21.00

Getum við bætt efni síðunnar?