Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 26. september 2006 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

11. fundur ársins 2006 í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga haldinn

þriðjudaginn, 26. september kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir,

Þórður Guðmundsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Nýtt hús ehf. sækir um byggingaleyfi fyrir geymsluhúsnæði við

Jónsvör 1. eftir teikningum Kristins Ragnarssonar arkitekts.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits,

samræmist lögum nr.73/1997

2. mál Síminn sækir um leyfi til að reisa loftnet á íþróttahúsið sk. teikningum.

Samþykkt.

3. mál Skipurlags- og byggingarskilmálar fyrir frístundabyggð í Breiðagerði.

Skilmálar fyrir frístundabyggð kynnt og umræða fór fram og ákveðið að taka

fyrir á næsta skipulags- og byggingarnefndar fundi.

4. mál Lækkun á hæðarkvóta vegna byggingar á Akurgerði 25 (Búmenn)

Samþykkt að lækka hæðarkvóta á Akurgerði 25 niður í 4.30m.

5. mál Önnur mál.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20.30

Getum við bætt efni síðunnar?