Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

16. fundur 26. mars 2007 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

16. fundur skipulags- og byggingarnefndar árið 2007 í Sveitarfélaginu Vogum haldinn

mánudaginn, 26 mars kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Sigurður

Kristinsson og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Fasteignafélagið Krúsí óskar eftir leyfi til að vera

með 5 íbúðir á annarri hæð í verslunarhúsnæði að Iðndal 7.

Samþykkt, þar sem á aðalskipulagi er Iðndalur 7 skilgreint sem

verslunar og þjónustusvæði og samræmist því Skipulagsreglugerð

4.5.1 verslunar og þjónustusvæði.

Sigurður Kristinsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

2. mál Umsókn um byggingarleyfi að Akurgerði 18.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist

lögum nr. 73/1997

 

3 mál Umsókn um byggingarleyfi að Heiðarholti 1.

Umsókninni frestað vegna skorts á gögnum.

4 mál Bréf frá ferðamálasamtökum Suðurnesja.

þar sem þeir óska eftir

heimild til að koma fyrir hringsjá á Keili.

Jákvætt tekið í erindið.

5 mál Jarðvegs typpur fyrir sumarið.

Ræða við gólfklúbbinn vegna moldartypps.

Höfum aðgang að gömlu grjótgryfjun upp á Stappa.

6 mál Kynning á vinnu aðalskipulagshópsins.

Frestað til næsta fundar

7 mál Kynning á aðalskipulagsbreytingu og umhverfisskýrslu fyrir

Motorpark svæði í Reykjanesbæ.

Skipulags- byggingarnefnd fer fram á að gerðar verði ítarlegri athuganir

á bergvatnsgrunni svæðisins þar sem vatnsból Voga verða þarna í

nánustu framtíð.

8 mál Kynning á Rammaskipulagi miðbæjarsvæðisins.

Málið kynnt fyrir nefndarmönnum.

9 mál Önnur mál.

Valdemar G.. Valdemarsson og Sigurður B. Lárusson

Sækja um byggingarleyfi fyrir hljóðveri og 10 gistikofum.

Samþykkt með fyrirvara um grendarkynningu og að ekki sé

hróflað við tóftum gamla skólahússins.

 

R. Sveinsson sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði að

Heiðarholti 3.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits,

samræmist lögum nr. 73/1997

Jón V. Jónsson sækir um útlitsbreytingu á Hafnargötu 22

klæða hús að utan með bárujárni.

Samþykkt.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20.00

Getum við bætt efni síðunnar?