Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 28. maí 2007 kl. 18:00 - 18:45 Iðndal 2

18. fundur skipulags- og byggingarnefndar árið 2007 í Sveitarfélaginu Vogum haldinn

mánudaginn, 28 maí kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Sigurður Kristinsson og Kjartan Sævarsson

byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Jón G. Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir bátaskýli

í Hvassahrauni 5.

Samþykkt.

2. mál RP. Consulting, Rögnvaldur Pálmason leggur fram frumteikningar af

Heiðarholti 4.

Vel tekið í erindið.

3 mál Siglingarstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnir, Norðurkot við

Kálfatjörn og nágreni við Hvammsgötu og hækkun á sjóvörn við Marargötu.

Samþykkt.

4 mál Andreas Viðar Ólsen sækir um að fá að setja upp grindverk og

garðhús að Hvammsgötu 1.

Samþykkt.

5 mál Trésmiðja Snorra Hjaltasonar sækir um að byggingarleyfi fyrir

iðnaðarhúsnæði að Heiðarholti 1.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits,

samræmist lögum nr. 73/1997.

6 mál Tillaga af nýrri vatnsæð frá nýju vatnsbóli við Vogavík og tengist

núverandi lögn í Stapavegi.

Athuga hvort gera eigi ráð fyrir tengingu vegna fyrirhugaðar byggðar

austar við bæinn.

7 mál Þór Karlsson óskar eftir því að skipta eigninni og lóðinni Iðndal 10

Í tvo matshluta.

Samþykkt, en kallar á breytingu á deiliskipulagi.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 18.45

Getum við bætt efni síðunnar?