Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

19. fundur 27. ágúst 2007 kl. 18:00 - 21:40 Iðndal 2

19. fundur skipulags- og byggingarnefndar árið 2007 í Sveitarfélaginu Vogum haldinn

mánudaginn, 27 ágúst kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Kristinn Björgvinsson, Sigurður Kristinsson, Oktavía Jóhanna

Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritar

fundargerð.

 

1 mál Nefndin skiptir með sér verkum.

Tillaga frá Gunnari H. að Gunnar verði formaður, Inga Sigrún verði

varaformaður og Oktavía ritari

Önnur tillag kom frá Sigurður Kristinssyni að Gunnar verði formaður. Þórður

Guðmundsson varaformaður og Oktavía ritari.

Tillaga frá Gunnari samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

Þórður vill að gefnu tilefni þar sem ástæðu þessa máls sé léleg mæting

varaformanns, vill viðkomandi benda á að verulegur misbrestur voru á

fundarboðum svo hægt væri að kalla varamann fyrir og að fundur sé haldin

á rúmhelgum dögum.

2 mál Hólmgrímur Rósenberg sækir um að byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að

Breiðagerði 17a eftir teikningum Guðbjarts Magnússonar.

Vísað frá vegna ónógra gagna, vantar afstöðumynd.

3 mál Sigurjón Kristinsson sækir um byggingarleyfi að Miðdal 5 teikningar

eftir Klöpp-arkitektar.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum

nr. 73/1997

 

4 mál Birgir Þórarinsson sækir um að endurbyggja/lagfæra gamalt bátaskýli

að Minna-Knarrarnesi eftir teikningum Óla Jóhanns Ásmundssonar.

Samþykkt.

5 mál Smábátafélagið sækir um stöðuleyfi fyrir skúr við smábátahöfnina.

Samþykkt, með fyrirvara um samþykki nágranna, Jónsvör 3, 5 og 7.

6 mál Berþóra og Hjörtur sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús og

bátaskýli að Hvassahrauni 6.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum

nr. 73/1997

7 mál Landaskipti Stóra Knarrarnes II.

Samþykkt með fyrirvara um að landamerki séu rétt.

 

8 mál Kemis ehf. Óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir hjólhýsi og einnig

óskar hann eftir leyfi fyrir smáhýsi sem staðsett er á Stóra Knarrarnesi

Austurbæ.

Stöðuleyfi samþykkt til eins árs. Stöðuleyfi fyrir smáhýsi frestað þar til

afstöðumynd liggur fyrir.

9 mál Hitaveita Suðurnesja sækir um byggingarleyfi fyrir dælustöð og

borholuhús.

Samþykkt.

10 mál Hitaveita Suðurnesja sækir um framkvæmdaleyfi fyrir aðveituæð frá

nýrri dælustöð að vatnslögn í Stapavegi.

Samþykkt

11 mál Kristján Pálsson hjá Ferðamálasamtökum Suðurnesja sækir um

leyfi fyrir hringsjá á Keili.

Samþykkt með fyrirvara með samþykki landeiganda.

12 mál Eric dosSantos sækir um leyfi til að byggja garðhús að Aragerði 12.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna.

13 mál Salvör Jóhnnesd. sækir um leyfi fyrir palli og heitum potti að Brekkugötu 5.

Samþykkt.

14 mál Rafn Finnbogason á Aragerði 17 sækir um að gera innkeyrslu

inn á lóð frá Ægisgötu.

Erindinu hafnað, aðkeyrslan að húsinu er frá Aragerði.

15 mál Uppdráttur að aðalskipulagi fyrir Motopark.

Erindið tekið fyrir og vísað til fyrri bókunar til fyrri bókunar frá

3 fundi ársins 26 mars 2007.

16 mál Deiliskipulagstillaga af Aragerði 2-4.

Skiptar skoðanir eru um tillöguna, Gunnar, Oktavía og Kristinn vísa til fyrri

tillögu með aðkeyrslu frá Hafnargötu en Þórður og Sigurður eru

sammála tillögunni sem lögð er fyrir.

17 mál Íbúar að Leirdal 2, 4 og 6 óska eftir leyfi til að byggja bílskúr skipt

í þrjár einingar á milli Leirdals 6 og 8.

Erindinu hafnað, samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

18 mál Högni Ólafsson óskar eftir aðstöðu fyrir bréfdúfur.

Jákvætt tekið í erindið en skipulags og byggingar nefnd sér

ekki í fljótu bragði aðstöðu fyrir slíka starfsemi.

 

19 mál Umsókn Golfklúbbsins um framkvæmdaleyfi til að byrja að tippa jarðveg

á svæði fyrir ofan Vantsleysustrandarveg.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeiganda og að framkvæmdin verði

á ábyrgð gólfklúbbsins. Einnig að göngustígur að Staðrborg haldist óbreyttur.

Oktavía situr hjá við afgreiðslu málsins.

20 mál Lóðarlögun ehf. leggur fram frumútlit af Heiðarholti 2.

Jákvætt tekið í erindið.

 

21 mál Sigurjón Kristins Leirdal 16 óskar eftir stækkun lóðar til austurs.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki málsaðila.

22 mál Deiliskipulag af miðbæjarsvæði.

Skipulag miðbæjarsvæðis sent til Landslags til deiliskipulags á grundvelli

rammaskipulags. Þórður Guðmundsson mótmælir eindregið

tengingu svæðisin með gatnamótum inná veg 421. með tilliti til umferðaröryggis

og umferðarflæðis, fýsilegri kostur telur Þórður vera tengingu inná Stapaveg og

Iðndal.

23 mál Deiliskipulag af lóðunum Vogagerði 21 og 23.

Samþykkt að senda tillöguna áfram til Landslag til deiliskipulags.

24 mál Íþróttasvæði við Hafnargötu.

Byggingarfulltrúa falið að óska eftir tillögum til stjórnar UMF Þróttar

um nýtingu svæðisins.

25 mál Svæði austan við núverandi byggð í samræmi við tillögu að nýju

aðalskipulagi.

fjallað um svæðið austan núverandi byggðar, samþykkt að senda svæðið til

Landslags til frumhönnunar að deiliskipulagi með einbýlishúsalóðir í huga.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21.40

Getum við bætt efni síðunnar?