20. fundur skipulags- og byggingarnefndar árið 2007 í Sveitarfélaginu Vogum haldinn
mánudaginn, 17 september kl. 18:00 að Hafnargötu 17 félagsmiðstöð, Vogum.
Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Inga Sigrún Atladóttir, Oktavía Jóhanna
Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt
ritar fundargerð.
1 mál Tillaga að nýju Aðalskipulagi.
Ómar Ívarsson og frá Landslagi kom á fund og kynnti nýja tillögu af
aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ómar vék af fundi kl. 21:10 og Skipulags- og
byggingarnefnd þakkar honum fyrir kynninguna. Gerðar voru athugasemdir sem
Ómar skráði hjá sér, en auki þess vill Skipulags- og bygginganefnd
Sveitarfélagsins Voga vekja athygli á eftirfarandi atriðum varðandi tillögu
vinnuhóps um aðalskipulag.
Það svæði sem skipulagt er undir þjónustuhluta miðbæjarsvæðisins telur
nefndin vera fremur þröngt og lítur til austurs með stækkunarmöguleika í
huga.
Stærð Kirkjureits við Kálfatjörn er ekki inni á tillögunni, einnig vantar að
skilgreina svæði minjafélagsins innan svæðisins.
Nefndin telur rangfærslur vera í kennileitum og örnefnum samkvæmt korti
sem liggur fyrir fundinum.
Þórður Guðmundsson og Inga Sigrún Atladóttir vilja bóka eftirfarandi:
Samkvæmt markmiðum skipulagstillögunnar skal leggja áherslu á greiða
umferð. Gert er ráð fyrir of mörgum gatnamótum við Vogabraut og teljum við
betra að safna saman umferð innan hverfa í færri og stærri gatnamót.
Við leggjum til að hverfisvernd verði ekki sett á alla ströndina eins og tillagan
gerir ráð fyrir. Einnig leggjum við til að til að hverfisvernd verði sett á svæði
meðfram ströndinni þar sem sannanlega er að finna náttúru- og
menningaminjar.
Þórður Guðmundsson vill bóka eftirfarandi:
Stækka þarf iðnaðarsvæði við Flekkuvík í átt til Vatnsleysubæja þannig að
hægt sé líta til Vatnsleysuvíkur til hafnargerðar sem er mun álitlegri kostur
en Flekkuvíkin. Samkvæmt markmiðum skipulagsins ber að stækka
iðnaðarsvæðin fremur en að minnka þau.
Í sambandi við kaflann um landbúnaðarsvæði nást markmið
skipulagshópsins ekki vegna hverfisverndarinnar sem setur svæðinu
verulegar takmarkanir.
Gera á ráð fyrir innanlandsflugvelli í Hvassahraunslandi því þar er vænstur
kostur fyrir innanlandsflug.
Til að framfylgja markmiðum tillögunnar um minjavernd og búsetu á
ströndinni þurfi að vera hægt að byggja sjóvarnargarða og önnur
mannvirki til að verja landið, hverfisvernd setur slíkum mannvirkjum
verulegar skorður.
Landrofsfjörur er ekki hægt að hafa sem markmið í skipulagi því það
stangast á við verndun fornminja og bújarða.
Skipulags og bygginganefnd þakkar vinnuhóp um aðalskipulag fyrir þeirra störf
einnig er nefndin ánægð með nýja aðstöðu nefndarinnar.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 22.20.