Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 24
september 2007 kl. 18:00 að Iðndal 4.
Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Inga Sigrún Atladóttir, Oktavía Jóhanna
Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt
ritar fundargerð.
Formaður leita afbrigða um að bæta inn 5 máli á áður boðað fundarboð.
Samþykkt.
1 mál 19. fundargerð skipulags-og byggingarnefndar tekin fyrir á Bæjarstjórnar
fundi Sveitarfélagsins Voga þann 4. sept. 07. og fjórum afgreiðslum vísað
til baka.
1 mál Nefndin skiptir með sér verkum.
7 mál Landaskipti Stóra Knarrarnes II
19 mál Málinu frestað þar til skipulag svæðisins verði staðfest.
21 mál Bæjarstjórn hafnaði erindinu og vísaði til deiliskipulags.
1 mál.
Inga Sigrún bókar.
Ég vil lýsa vonbrigðum mínum yfir því vantrausti sem meirihluti skipulags- og
byggingarnefndar hefur sýnt varaformanni nefndarinnar Þórði Guðmundssyni. Að
mínu mati voru þau rök sem gefin voru fyrir brottvikningu hans afar óverðskulduð og
hugsanlega ólögmæt. Eins og Þórður lét bóka á umræddum fundi átti fjarvera hans
skýringar í ófullnægjandi fundarboði auk þess sem fundir voru boðaðir á tíma þegar
reikna mátti með að fundarmenn væru óviðbúnir að mæta.
Einnig vil ég gera athugasemd við að hafa verið valin vara-formaður nefndarinnar, að
mér fjarstaddri og án þess að slík fyrirætlan hafi á nokkurn hátt verið borin undir mig
fyrir fundinn. Ég, sem og aðrir fulltrúar H listans í bygginga- og skipulagsnefnd lýsa
yfir fullu trausti við Þórð Guðmundsson sem varaformann nefndarinnar enda hefur
hann bæði reynslu og þekkingu til að gegna þeirri stöðu.
Gunnar Helagson bókar: Engar athugasemdir annarra nefndarmanna hafa verið
gerðar á ófullnægjandi fundarboð og höfðu engar athugasemdir borist formanni
nefndarinnar um ófullnægjandi fundarboð frá Þórði Guðmunssyni fyrir 19 fundi eins
og lög gera ráð fyrir.
Nefndin skiptir með sér verkum. Gunnar Helgason leggur til að hann verði formaður
Oktavía verði varaformaður og Inga Sigrún ritari.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Inga Sigrún leggur til að Þórður Guðmundsson verði varaformaður nefndarinnar
tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu og einn sat hjá.
7 mál. Samkvæmt 30. gr. í skipulags- og byggingarlögum nr. 73 frá 1997 og fyrstu gr.
jarðalaga nr. 81 frá 2004, er óheimilt að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta
landamerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til. Því ber
Skipulags- og byggingarnefnd og Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að afgreiða
landaskipti Stóra- Knarrarness II.
19 mál. Málinu frestað.
21 mál. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála bókun Bæjarstjórnar hvað varðar
stækkun á lóð í eigu sveitarfélagsins og á deiliskipulögðu svæði, þar sem slíkt gæfi
tilefni til fordæmis og einnig brýtur það í bága við deiliskipulag.
2 mál Samningur um aðalskráningu fornleifa í Vogum.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar samningum um aðalskráningu fornleifa.
3 mál Hólmgrímur Rósenberg sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að
Breiðagerði 17a eftir nýjum teikningum Guðbjarts Magnússonar
dagssettar þann 13.9.2007. Grenndarkynning hefur farið fram og fylgir
hún umsókninni.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.
73/1997
4 mál Fyrirspurn um hækkun á risi Brekkugötu 7 - 7A.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur neikvætt í erindið þar sem byggingin brýtur upp
götumynd norðan Brekkugötu. Inga Sigrún og Gordon taka ekki undir afgreiðsluna
og vilja að byggingin fari í grenndarkynningu þar sem svæðið er ekki deiliskipulagt.
5 mál
Róbert Ragnarsson leggur inn fyrirspurn um að fara útfyrir byggingarreit samkvæmt
fyrirliggandi uppdrætti frá teiknistofunni Kvarða á lóðinni Hólagötu 5.
Sækir ennfremur um graftarleyfi.
Þar sem framkvæmdin setur ekki kvaðir á nærliggandi lóðir og telst óverleg breyting
á deiliskipulagi tekur nefndin jákvætt í erindið og veitir jafnframt graftarleyfi á
ábyrgð lóðarhafa.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20.00