Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 29. október 2007 kl. 18:00 - 21:20 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 29

október 2007 kl. 18:00 að Iðndal 4.

Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Inga Sigrún Atladóttir, Oktavía Jóhanna

Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, og Kjartan Sævarsson byggingarfulltrúi, sem jafnframt

ritar fundargerð.

 

1 mál Erindi frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar og Mark-hús ehf varðandi

uppbyggingu Golfgarða.

Jákvætt tekið í erindið.

2 mál Erindi frá Landsnet. Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi

 

Erindið lagt fram til kynningar.

3 mál Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

4 mál Bréf frá HES varðandi frágang og umgengni við bílapartasölu við Iðndal 10.

 

Bréfið lagt fram til kynningar.

 

5 mál Vettvangskönnun á fasteigninni Hafnargata 101.

Skýrsla byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

6 mál Róbert Ragnarsson sækir um byggingarleyfi að Hólagötu 5

eftir uppdrætti frá teiknistofunni Kvarði dagssettar þann 22.9.2007.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.

73/1997

7 mál Sverrir Jóhann Sverrisson fyrir hönd Fasteignafélagsins Krúsí sækir um

byggingarleyfi að Iðndal 7, þar sem verslunarhúsnæði er á fyrstu hæð en 5 íbúðir eru

á annari hæð eftir teikningum Sigrúnar Ólafsdóttir arkitekts.

Hafnað samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Gordon Patterson situr hjá við

afgreiðslu málsins

8 mál Bergur Álfþórsson sækir um byggingarleyfi að bílskúr að Kirkjugerði 10 eftir

teikningum Gísla Gunnarssonar dagssettar þann des. 1994.

Málið sent í grenndarkynningu.

9 mál Ragnar K. Þorgrímsson sækir um byggingarleyfi að Akurgerði 22

eftir uppdrætti frá teiknistofunni Kvarða dagssettar þann 8. september 2007.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.

73/1997. Farið er yfir hæðarkvóta gildandi deiliskipulags, samþykkt þar sem

hækkunin telst óveruleg. Oktavía Ragnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu

málsins

 

10 mál Þór Karlsson sækir um stækkun á svölum til suðurs og stækkun á anddyri að

Brekkugötu 12.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna þar sem um óveruleg

breytingu á deiliskipulagi.

11 mál Einar Birgisson leggur inn fyrirspurn um leyfi til að fara út fyrir

byggingarreit samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti frá Kristjáni Leifssyni á lóðinni

Hólagötu 3.

 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki húseiganda að Hólagötu 1.

12 mál Halldór Magnússon fyrir hönd Kropptaks, sækir um/leggur inn fyrirspurn að

vörubílaaðstöðu sunnan megin við Hvammsdal 2.

Erindu hafnað, reynt verður að finna stæði fyrir vinnuvélar til framtíðar.

Formanni skipulags-og byggingarnefndar falið að ræða við hlutaðeigandi aðila

til að finna heppilegan stað.

13 mál Sverrir Agnarsson verkstjóri umhverfisdeildar sækir til bráðabirgða aðstöðu

fyrir gáma að Hafnargötu 101.

 

Erindinu frestað, óskað eftir frekari gögnum.

 

14 mál Hestamannafélagið Máni í Vogum leggur inn athugasemdir við tillögu að

aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2007 – 2027.

Erindið lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir

óskir um fund og mun boða forvarsmenn félagsins til fundar.

15 mál Gunnar J Helgason sækir um endurnýjun á stöðuleyfi að Breiðagerði 3.

Gunnar J Helgason víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Málinu frestað, þar til samþykki landeiganda liggur fyrir.

 

16 mál Bréf frá Litbolta dags. 18 okt. 2007.

Jákvætt tekið í erindið, athuga þarf hvar hægt sé að koma slíkri starfssemi

fyrir.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21.20

Getum við bætt efni síðunnar?