Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 28.janúar 2008 kl. 18:00 að
Iðndal 2.
Mættir eru, Gunnar Helgason, Gordon Patterson, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, Sigurður
Valtýsson byggingarfulltrúi og Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar fundargerð.
1 mál Iðndalur, deiliskipulagstillaga.
Nefndin gerir athugasemdir við lóðir við Stapaveg 7 og Iðndal 5 og 5a og leggur til að
skipulagið verði leiðrétt í samræmi við gildandi lóðablöð.
Nefndin leggur til að lóðir við Iðndal 11,15 og 23 falli undir skilmála D sem kallar á breytingu
á aðalskipulagi.
Nefndin leggur til að bílaplan við Iðndal verði nánar skilgreint sem bílaplan fyrir bifreiðar sem
ekki er heimilt að leggja í íbúabyggð samkvæmt umferðarlögum.
2.mál Grænaborg, deiliskipulagstillaga, nöfn á götur.
Nefndin leggur til eftirfarandi nöfn á götur í hverfinu: Gíslaborg, Auðnaborg, Hrafnaborg,
Gíslaborg, Grænaborg, Staðarborg, Vesturborg. Sjá meðfylgjandi kort.
Nefndin leggur til að deiliskipulagið verði sent í auglýsingu.
3.mál Stofnfiskur sækir um yfirbyggingu eldiskerja í fiskeldisstöðinni við Vogavík.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits,
samræmist lögum nr. 73/1997
4.mál Þór Ingi Árdal sækir um stækkun áður samþykktrar bílageymslu að Hólagötu 2.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits,
samræmist lögum nr. 73/1997
5.mál Húseigandafélagið að Heiðargerði 5 sækir um að reisa loftnet á austurgafli fjölbýlishúss fyrir
hönd símafyrirtækisins Nova hf.
Staðsetning loftnets á vestugafli hússins samþykkt eins og meðfylgjandi teikning sýnir þar sem
samþykki allra íbúðaeigenda liggur fyrir.
6.mál Þórólfur Gunnarsson og Anna Lára Steingrímsdóttir senda inn fyrirspurn um byggingu að
Akurgerði 18.
Nefndin tekur ekki afstöðu til málsins fyrr en að undangenginni grenndarkynningu.
7.mál Bréf frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 19. desember 2007.
Bréfið er kynnt nefndinni.
8.mál Greinargerði byggingarfulltrúa vegna Breiðagerðis 3.
Gunnar Helgason yfirgefur fundinn.
Farið var yfir greinargerð byggingarfulltrúa.
Áður frestaðri umsókn um stöðuleyfi tekið fyrir.
Erindinu hafnað þar sem ekki liggur fyrir umráðaréttu umsækjanda yfir lóðinni.
Eins og byggingarreglugerð mælir fyrir um ber að sækja um leyfi fyrir öllum þeim
framkvæmdum sem setja varanlega ásýnd á landið. Það sem framkvæmt hefur verið á lóðini án
leyfis byggingaryfirvalda beri að fjarlægja og hreinsa lóðin án tafar.
9. mál. Bráðabirgðaleyfi til jarðvegsgeymslu við íþróttasvæði og golfvöll.
Frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
Fundi slitið 20:50