Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

27. fundur 31. mars 2008 kl. 18:00 - 20:50 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 31. mars

2008 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Gunnar Helgason, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Kristinn Björgvinsson, Þórður

Guðmundsson, Sigurður Valtýsson byggingarfulltrúi og Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar

fundargerð.

 

1 mál Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús að Fákadal 5.

Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997, samþykki

eldvarnareftirlits liggur fyrir.

 

2 mál Umsókn um bygginarleyfi fyrir iðnaðarhús að Heiðarholti 4.

Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997, samþykki

eldvarnareftirlits liggur fyrir.

 

3.mál Umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhús að Jónsvör 1. Endurnýjun

áður samþykktra teikninga.

Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997, samþykki

eldvarnareftirlits liggur fyrir.

 

4.mál Umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhús að Iðndal 4. Endurnýjun áður

samþykktra teikninga.

Samþykkt. Samræmist lögum nr. 73/1997, samþykki

eldvarnareftirlits liggur fyrir.

 

5.mál Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Breiðagerði 3.

Gunnar Helgason yfirgefur fundinn.

Inga Sigrún Atladóttir víkur af fundi að kröfu Gunnars.

2. maí 2006 var Gunnari veitt stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Breiðagerði 3

á fundi byggingarnefndar á meðan framkvæmdir standa yfir eða til eins

árs.

29. oktober 2007 sækir Gunnar um endunýjun á stöðuleyfi fyrir skúrnum,

afgreiðslu málsins var frestað þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.

26. nóvember 2007 sækir Gunnar um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir

vinnuskúr að Breiðagerði lóðarinnar Breiðagerði 3 sem hafði verið vísað

frá þinglýsingu 18.maí 2005, vegan óljóss eignarhalds. Þ.a.l. hafði Jakob

Árnason ekki ráðstöfunarrétt yfir lóðinni. Með frestun málsins á þessu

stigi en ekki höfnun var Gunnari gefinn kostur á að vinna í málinu.

28. janúar 2008 er greinargerð byggingarfulltrúa vegna Breiðagerðis 3

lögð fyrir fundinn. Áður frestaðri umsókn um stöðuleyfi tekið fyrir.

Erindinu hafnað þar sem ekki liggur fyrir umráðaréttur umsækjenda yfir

 

lóðinni. Eins og byggingarreglugerð mælir fyrir um ber að sækja um leyfi

fyrir öllum þeim framkvæmdum sem setja varanlega ásýnd á landið. Það

sem framkvæmt hefur verið á lóðinni án leyfis byggingaryfirvalda beri að

fjarlægja og hreinsa lóðina án tafar.

Samkvæmt skipulags og byggingarlögum nr.73/1997 skal s.k. 43 grein

“sá sem óskar leyfis skal senda um það skriflega umsókn til hlutaðeigandi

byggingarnefndar ásamt nauðsynlegum hönnunargögnum og skilríkjum”

Samkvæmt byggingarreglugerð kafla 3, grein 71.1 og kafli 1, 12 grein,

um stöðuleyfi og byggingarleyfi. Sjá ennfremur ákvæði 11, 12,67 og 72

gr. í byggingarreglugerð nr. 441/1998 varðandi leyfisskyldar

framkvæmdir. Ennfremur sjá 9. kafla skipulagsreglugerðar nr. 400/1998.

S.k. 56. grein skipulags og byggingarlaga önnur málsgrein, stendur

byggingarnefnd við fyrri samþykkt og vísar nefndin til fyrri bókunar frá

28. janúar s.l. umsókninni er hafnað og beri umsækjanda að hreinsa

lóðina.

Nefndin telur sig hafa unnið samkvæmt lögum og reglugerðum, og

stöðuleyfi veitt í fyrstu af fyrri byggingarnefnd í góðri trú um að

umsækjandi hefði afnotarétt yfir lóðinni, sem síðar kom í ljós að svo var

ekki. Enda ætti umsækjanda að vera ljósar þessar reglur vegna stöðu

sinnar, sem formaður nefndarinnar.

6.mál Athugun á hagkvæmni lestarsamgangna. Vísað til umsagnar nefndnarinn

af bæjarráði.

Skipulags og byggingarnefnd tekur undir þingsályktunartillöguna

og telur lestarkerfi auka öryggi samgangna á Suðurnesjum.

7.mál Frumvarp til laga um mannvirki. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði.

Skipulags og byggingarnefnd mótmælir skertum sjálfstjórnarrétti

sveitarfélagsins í byggingarmálum og telur mikilvægt að slík mál

séu í höndum viðkomandi sveitastjórna.

 

8.mál Frumvarp til skipulagslaga.

 

Skipulags og byggingarnefnd mótmælir skertum sjálfstjórnarrétti

sveitarfélagsins í skipulagsmálum og telur mikilvægt að slík mál

séu í höndum viðkomandi sveitastjórna.

 

9.mál Frumvarp til laga um breytinga á lögum um brunavarnir nr.75/2000 með

síðari breytingum.

Frumvarpið kynnt nefndinni, engar athugasendir komu fram við

fraumvarpið.

 

Fundi slitið 20:50

Getum við bætt efni síðunnar?