Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 26. maí 2008 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 26. maí 2008

kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru; Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Gordon Patterson, Kristinn Björgvinsson, Þórður

Guðmundsson, Sigurður Valtýsson byggingarfulltrúi Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar

fundargerð í tölvu.

Fundarstjóri leitar afbrigða til að taka upp breytingar vegna aðalskipulags

miðbæjarsvæðis undir 1. mál, bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um verklagsreglur

vegna númerslausra bifreiða sem 12.mál og bréf frá sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju

sem 13. mál.

Samþykkt.

Skipulag

1. Aðalskipulag. Breytingar vegna miðbæjarsvæðis þar sem bensínstöðvarlóð er

færð á iðnaðarsvæði við Vogabraut.

Nefndin hefur áður samþykkt aðrar breytingar á skipulaginu. Skipulagið er

samþykkt og nefndin leggur til að það verið sent í auglýsingu.

2. Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Lóð 2 við Heiðarholt er skipt niður í tvær lóðir 2 og 2a vegna bensínstöðvar.

Skipulagið er samþykkt og nefndin leggur til að það verði sent í auglýsingu.

3. Miðsvæði, tillaga að deiliskipulagi.

Breytingar frá síðustu afgreiðslu nefndarinnar er að lóð undir bensínstöð er færð

yfir á iðnaðarsvæði við Vogabraut.

Skipulagið er samþykkt og nefndin leggur til að það verði sent í auglýsingu.

4. Iðndalur, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Ljúka þarf smávægilegum

leiðréttingum á skipulagi við Iðndal.

Skipulagið er samþykkt að öðru leyti og nefndin leggur til að það verði sent í

auglýsingu.

5. Smábátafélagið í Vogum og kvenfélagið Fjóla sækja um lóð fyrir félagsheimili á

hafnarbakkanum við Jónsvör.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að gerð verði breyting á

deiliskipulagi til að koma til móts við óskir kvenfélagins Fjólu og

smábátafélagsins, ekki er hægt að úthluta umræddri lóð að svo stöddu þar sem

hún er ekki til í deiliskipulagi.

Oktavía Ragnarsdóttir leggur til að málinu verði frestað þar til frekari gögn liggja

fyrir.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

Byggingarleyfi

6. Þórólfur Gunnarsson og Anna Lára Steingrímsdóttir sækja um byggingarleyfi

fyrir einbýlishús að Akurgerði 18.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, samræmist lögum nr.

73/1997

 

7. Páll B Jónsson og Guðrún Baldursdóttir sækja um utanhússklæðningu og

gluggabreytingar ásamt uppsetningu garðhúss að Ægisgötu 37.

Samþykkt.

Garðhús er samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna.

8. Pósthúsið sækir um leyfi til að setja upp blaðakassa á staura til dreifingar á

Fréttablaðinu.

Samþykkt til reynslu um óákveðinn tíma. Lagt er til að bæjaryfirvöld verði höfð

með í ráðum um staðsetningu kassana.

Stöðuleyfi

9. Golfklúbbur Vatnsleysustrandarhrepps sækir um stöðuleyfi fyrir timburhúsi til

funda- og skrifstofuhalds við golfskálann að Kálfatjörn.

Veitt er stöðuleyfi til eins árs.

10. Ístak hf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðum við Grindavíkurafleggjara og

Vogaafleggjara vegna framkvæmda við Reykjanesbraut.

Samþykkt stöðuleyfi til eins árs eða á meðan framkvæmdir standa yfir, áskilið er

samþykki heilbrigðiseftirlits.

Framkvæmdaleyfi

11. Þórusker ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatna- og lagnaframkvæmda á

Gænuborgarsvæði ásamt uppsetningu vinnubúða vegna framkvæmdarinnar.

Samþykkt að veita framkvæmdarleyfi ásamt uppsetningu vinnubúða.

Bréf til kynningar

12. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um verklagsreglur vegna númerslausra

bifreiða.

Þórður Guðmundsson vill taka fram að hann telji að reglugerðin standist ekki

stjórnarskrá og vill því benda heilbrigðiseftirlitinu á að það fari ekki offari í

hreinsunarmálum þannig að það skapi sveitarfélaginu bótaskyldu.

13. Bréf frá sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju um reit fyrir kirkju og safnaðarheimili á

miðbæjarsvæði.

 

Fundi slitið 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?