Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 30. júní 2008
kl. 18:00 að Iðndal 2.
.
Mættir eru; Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Gordon Patterson, Þórður Guðmundsson,
Sigurður Valtýsson byggingarfulltrúi, Þráinn Hauksson frá Landslagi og Inga Sigrún Atladóttir sem
jafnframt ritar fundargerð í tölvu. Maríanna Einarsdótir frá TSH og Róbert Ragnarsson eru
áheyrnarfulltrúar.
Skipulag
1. Aðalskipulagstillaga Sveitarfélagsins Voga 2007-2027.
Þráinn Hauksson fjallar um aðalskipulagið.
Athugasemdum er komið á framfæri, ákveðið er að nefndin hittist á fundi fljótlega til
að ljúka vinnunni.
2. Athugasemdir við aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2007- 2027.
Bréf frá 5/11 2007 frá Sigurði Antonssyni stjórnarformanni Nýborgar sem gerir
athugasemd við svæði frá Fögruvík að Kúagerði. Athugasemdir gerðar við breytingar
á skipulagi svæðisins og hverfisvernd. Óskað er eftir að svæðið sé skipulagt fyrir léttan
iðnað og frístundabyggð.
Hverfisvernd hefur verið aflétt af lóðinni en ekki er hægt að taka tillit til
annarra óska landeiganda.
Byggingarleyfi
3. Húsfélagið að Iðndal 2 sækir um breytingar á skýli við austurinngang að Iðndal 2.
Samþykkt.
Skipulags og byggingarnefnd vill benda húsfélaginu á að nýjar hurðir í byggingunni
uppfylla ekki kröfur um brunavarnir og aðgengi fatlaðra.
4. Sigurður Karl Ágústsson og Linda Sjöfn Sigurðardóttir sækja leyfi til að setja upp
pall, skjólvegg, heitan pott og garðhýsi að Akurgerði 5.
Pallur, skjólveggur og heitur pottur eru samþykkir. Garðhýsi er samþykkt með
fyrirvara um samþykki nágranna.
5. Guðmundur Jónasson og Ingileif Ingólfsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir
einbýlishús að Hellum, Vatnsleysuströnd.
Erindinu er vísað í grenndarkynningu.
6. Inga Marie Magnúsdóttir sækir um niðurrif sumarhúss að Breiðagerði 11,
Vatnsleysuströnd.
Samþykkt.
7. Umhverfisnefnd sækir um leyfi til að reisa tvö fræðsluskilti við Vogatjörn.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að annað skiltið verði staðsett nær
Stóru-Vogarústum en hitt við norð-vesturhorn tjarnarninnar.
8. Bæjarráð sækir um leyfi til að setja um upp listaverk eftir Erling Jónsson á
Eyrarkotsbakka.
Samþykkt.
Stöðuleyfi
9. Ólafur Kristmundsson fyrir hönd Lionsklúbbsins Keilis sækir um stöðuleyfi fyrir
húsi að Aragerði 2.
Veitt er stöðuleyfi til 6 mánaða með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar að fjarlægja verði húsið án tafar ef framkvæmdir
hefjast á lóðinni.
10. Fasteign ehf sækir um stöðuleyfi fyrir kennslustofu við leikskólann Suðurvelli.
Veitt er stöðuleyfi til eins árs með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Annað
11. Bréf Rafns Finnbogasonar Aragerði 17 varðandi innkomu á lóðina frá Ægisgötu.
Skipulags og byggingarnefnd afturkallar afgreiðslu nefndarinnar frá 27. ágúst
2007. Nefndin ítrekar að innkeyrsla við húsið er frá Aragerði.
Fundi slitið 20:30.