Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

31. fundur Iðndal 2

Fundur haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 9. júlí 2008

kl. 20:00 að Iðndal 2.

Mættir eru; Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Gordon Patterson, Þórður Guðmundsson

og Inga Sigrún Atladóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Leitað er afbrigða til að taka fyrir erindi umhverfisnefndar um að skipulags og

byggingarnefnd endurskoði afstöðu sína frá síðasta fundi vegna staðsetningar

fræðsluskilta. Samþykkt var að taka málið fyrir undir 2 lið.

Skipulag

1. Aðalskipulagstillaga Sveitarfélagsins Voga 2007-2027.

Fulltrúar H lista bóka athugasemd við stækkun hesthúsasvæðis sunnan þéttbýlisins.

Framtíða hesthúsasvæði er fyrirhugað norðan byggðarinnar og því er eðlilegt að frekari

uppbygging verði á því svæði.

Fulltrúar H lista ítreka afstöðu sína frá fundi fundi skipulags og byggingarnefndar þann

18. september 2007 og tillögu H lista í bæjarstjórn þann 3. október þar sem lagt var til

að fella út úr skipulagi hverfisvernd á ströndinni og setja aðeins hverfisvernd á þau

svæði þar sem sannanlega er að finna náttúru- og menningaminjar.

Inga Sigrún leggur til að setningin þar sem því verður við komið verði tekið út úr

textanum um jarðstrengi á blaðsíðu 71. Í matskaflanum kemur fram að háspennulínur í

jörð meðfram Reykjanesbraut sé talinn ekki síðri kostur en háspennulínur í lofti. Með

þessu lít ég svo á að hér sé Sveitarfélagið að opna leið fyrir einstak hagsmunaaðila á

því að meta hvort jarðstrengir séu raunhæfur kostur í Sveitarfélaginu eða ekki.

Aðrar athugasemdir og breytingar eru ritaðar niður í greinargerð aðalskipulags og sér

formaður nefndarinnar um að koma þeim á framfæri við Landslag.

2. Staðsetning fræðsluskilta.

Samþykkt var að leyfa staðsetningu skiltanna við norðaustuhorn tjarnarinnar

við upphaf göngstígs að Stóru-Vogaskóla og vestan göngustígs sem liggur

vestan við skólann.

 

Fundi slitið 22:15.

Getum við bætt efni síðunnar?