1. fundur í Íþrótta-og tómstundanefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn
miðvikudaginn 18. desember 2002 kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Jón Mar Guðmundsson, Óskar Burns, Birgir Örn Ólafsson, Bergur
Álfþórsson og Magnús Hauksson sem jafnframt ritar fundargerð.
Dagskrá
1. Kosning varaformanns og ritara.
Formaður Jón Mar Guðmundsson setti fundinn.
a) Tillaga kom um Óskar Burns sem varaformann. Óskar var kosinn
með öllum atkvæðum.
b) Tillaga kom um Magnús Hauksson sem ritara. Var hann kosinn með
öllum atkvæðum.
2. Kynning á erindisbréfi nefndarinnar.
Formaður fór yfir erindisbréfið og svaraði spurningum nefndarmanna.
3. Kynning á starfi tómstundafulltrúa.
Lena Rós tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti starfið og svaraði
spurningum nefndarmann. Hún mælti með því að haldið yrði fræðslufundur
með foreldrum um vímuefnavarnir með fyrirlesurum.
4. Reglur félagsmiðstöðvar.
Lena Rós tómstundafulltrúi kynnti reglurnar og eftir smávægilegar
breytingar voru þær samþykktar.
Lena Rós vék af fundi.
5. Kynning á starfi Þróttar.
Formaður Þróttar Smári Baldursson mætti á fundinn, kynnti starf félagsins
og svaraði spurningum nefndarmanna.
Smári vék af fundi.
6. Forgangsröðun verkefna.
Afla upplýsinga frá nefndum í öðrum sveitarfélögum varðandi vinnulag og
reglur.
Fræðslufundur með foreldrum og börnum þ.s. góðir fyrirlesarar halda erindi.
7. Fundatími nefndarinnar.
Reglulegir fundir nefndarinnar verða annan mánudag í mánuði.
Fundi slitið kl 20:00.