Íþróttanefnd og tómstundanefnd

3. fundur 10. febrúar 2003 kl. 18:30 Iðndal 2

3. fundur í Íþrótta-og tómstundanefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl.
18:30 mánudaginn 10 feb 2003 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Jón Mar Guðmundsson, Óskar Burns, Birgir Örn Ólafsson, Bergur
Álfþórsson og Magnús Hauksson sem jafnframt ritar fundargerð.

Dagskrá

1. Nefndin Óskar eftir 50.000kr,fjárveitingu til að halda forvarnarfund í
hreppnum.Einnig óskar nefndin eftir upplýsingum um það hvaða fjárhæð
nefndin hefur til umráða fyrir forvarnavinnu á ári eða til annara
óskilgreindra verkefna. Lenu falið undirbúning fyrir forvarnarfund.
a) Erindi vegna áramótadansleiks í Glaðheimum. Sjá meðfylgjandi
bréf frá Tómstundafulltrúa.

2. Erindi Lenu Rós Matthíasdóttur varðandi unglingadansleik í
Glaðheimum um áramótin. Ályktun okkar er að hreppsnefnd beiti sér
fyrir því að leigjendur Glaðheima séu upplýstir um lög og reglur
varðandi útivist og áfengislöggjöf.
Lena víkur af fundi.
3.
Erindi frá Birgi Erni Ólafssyni, varðandi stefnumótun,starfsáætlun og
erindisbréf. Meðfylgjandi tillögur eru samþykktar og óskast teknar
fyrir af hreppsnefnd,sjá fylgiskjal.

Getum við bætt efni síðunnar?