Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Magnús Hauksson,
Bergur Álfþórsson og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt ritar fundagerð. Helga
Harðardóttir boðaði forföll.
1. Íþróttamaður ársins.
Nefndin byrjuð að taka við tilnefningum. Reglur varðandi val ræddar. Lagt til að
nefndarmenn kynni sér reglur um val á íþróttamanni ársins í sambærilegum
sveitarfélögum. Lagt til að fundinn verði heppilegur viðburður þar sem hægt væri
að veita þessi verðlaun.
2. Önnur mál.
a) Bréf frá hreppsnefnd.
Nefndinni hefur borist staðfest endurrit úr fundargerðabók
Vatnsleysustrandarhrepps dagsett 3. mars 2004.
Bréfið er kynnt nefndarmönnum.
b) Þjónustukönnun
Þjónustukönnun væntanlega lögð fyrir nemendur í þessari viku. Nefndin
væntir þess að geta farið yfir niðurstöður á næsta fundi.
Fundi slitið 21:01