Fundur haldinn í ÍTV þriðjudaginn 10. október 2005 kl.
19:00 að Iðndal 2, Vogum
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson, Magnús Hauksson og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt
ritar fundagerð í tölvu. María Jóna Jónsdóttir mætti einnig á
fundinn.Helga Harðardóttir boðaði forföll.
1. Framkvæmdastjóri U.M.F.Þ
María Jóna Jónsdóttir nýráðinn framkvæmdastjóri Þróttar boðin
velkomin. Ræddar voru hugmyndir ÍTV og framkvæmdastjórans um
væntanlegt samstarf. Starfsemi ungmennafélagsins var rædd og
möguleikar á auknu framboði íþróttagreina.
2. Fjárveiting vegna íþróttamanns ársins
Rætt var um reglur og fjárveitingu vegna íþróttamanns ársins. Lagt
var til að Bergur ræddi við stjórn U.M.F.Þ um möguleika á
sameiginlegri uppskeruhátíð allra deilda þar sem endað yrði á því að
útnefna íþróttamann ársins.
3. Önnur mál
a) Rætt var um væntanlega stækkun íþróttahúss.
b) Umræður fóru fram um Olewusarverkefnið.
Fundi slitið kl. 20:30