Íþróttanefnd og tómstundanefnd

8. fundur 14. nóvember 2005 kl. 19:00 - 20:50 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV þriðjudaginn 14. nóvember 2005 kl.
19:00 að Iðndal 2, Vogum
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Oscar Gunnar Burns, Bergur
Álfþórsson, Magnús Hauksson, Helga Harðardóttir og Birgir Örn
Ólafsson sem jafnframt ritar fundagerð í tölvu. Kristinn Björgvinsson
og Jóhanna Reynisdóttir mættu einnig á fundinn.
1. Formaður Skyggnis
Kristinn Björgvinsson formaður Skyggnis mætti á fundinn og gerði
grein fyrir starfi björgunarsveitarinnar. Rætt var um möguleika þess
að virkja unglingadeildina Tígul, þar sem vöntun er á nýliðun.
Formaður Skyggnis taldi að efla þyrfti innra starfið til að ná í nýja
meðlimi. Í dag stendur mönnum til boða að mennta sig til
björgunarstarfa í gegnum landssambandið. Nefndarmenn lögðu til
að formaður Skyggnis kæmi á kynningarheimsókn í samráði við
tómstundafulltrúa þar sem unglingum yrði kynnt starfsemin.
2. Samningur við U.M.F.Þ.
Samningur Vatnsleysustrandarhrepps/U.M.F.Þ við
framkvæmdastjórann lagður fram. Sveitarstjóri fór yfir samninginn
og einnig drög að samstarfssamningi milli Vatnsleysustrandarhrepps
og U.M.F.Þ.
3. Þjónustukönnun yngri bekkja
Tómstundafulltrúi fór yfir málið. Tómstundafulltrúa falið að útbúa
viðhorfskönnun til foreldra og barna þeirra frá 1.- 4. bekk. og lagt til
að úrlausn könnunar liggi fyrir í febrúar 2006.
4. Önnur mál
a) Sveitarstjóri kynnti fundarmönnum viðbyggingu við
íþróttahúsið.
b) Magnús fór yfir væntanlegt júdómót Þróttar í samstarfi við
íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ sem fram fer þann
29.janúar 2006. Kynning á íþróttinni verður samhliða þessu
móti.
c) Forvarnarstarf rætt.
Fundi slitið kl. 20:50

Getum við bætt efni síðunnar?