Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 13. mars 2006 kl.
19:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Jón Mar Guðmundsson, Bergur Álfþórsson, Helga
Harðardóttir og Birgir Örn Ólafsson sem jafnframt ritar fundagerð í
tölvu. Finnbogi Kristinsson, formaður Golfklúbbs
Vatnsleysustrandarhrepps mætti einnig á fundinn. Oscar Gunnar
Burns og Magnús Hauksson boðuðu forföll.
1. Íþróttamaður ársins
Nefndin leggur til að formenn íþróttafélaganna í sveitarfélaginu óski
eftir tilnefningum frá þjálfurum deildanna. Einnig verður auglýst
eftir tilnefningum frá íbúum og þeirri auglýsingu verður dreift í hús
og á vef sveitarfélagsins. Dagsetning vegna vals á íþróttamanni
ársins verður ákveðin á næsta fundi ÍTV.
2. Formaður GVS
Finnbogi Kristinsson formaður GVS mætti á fundinn og kynnti
starfsemi félagsins. Meðlimir félagsins eru tæpir 200 (186 árið
2005), langflestir karlar. 15-20% félagsmanna kemur úr
sveitarfélaginu. GVS er næstfjölmennansti klúbburinn á
Suðurnesjum. Klúbburinn er að vinna í því að fjölga börnum og
unglingum í starfinu. Félagið er að leita eftir starfsmanni fyrir
golfskálann. Helstu tekjulindir félagisns eru félagsgjöld, vallargjöld,
auglýsingar og leiga fyrirtækja á vellinum. Klúbburinn hefur
heilsársstarfsmann sem gegnir stöðu vallarstjóra. Hugmyndir uppi
um stækkun eða breytingu á vellinum samhliða breytingum á
Reykjanesbraut. Hugsanlega möguleiki á frekara samstarfi við
golfklúbbinn í Hafnarfirði en það á eftir að skýrast frekar. Klúbburinn
hefur átt gott samstarf við sóknarnefnd um mörg mál, sbr.
sameiginlega borholu.
Nefndin þakkar Finnboga góða kynningu.
3. Önnur mál
Engin á dagskrá þessar fundar.
Fundi slitið kl.20:30